Hillary eða Obama

Ég er lengi búinn að hlakka til að Hillary yrði fulltrúi Demókrata í forsetakosningunum. En upp á síðast kastið hef ég byrjað að efast um þann stuðning eftir að hafa kynnt mér Obama.
Ég held að ég hafi hins vegar náð að skilgreina þennan vanda. En fyrst verð ég að skilgreina aðeins mig. Ég er feministi og hef verið örugglega frá því að ég man eftir mér og hef bara eflst í þeirri afstöðu. Hins vegar er ég líka vinstri maður og var í stjórn Sósialistafélagsins, ég hef síðar færst frá stuðningi við miðlægum stjórnvöldum.
Það sem pirrar mig kannski mest varðandi Hillary er að hún er hægra megin við miðju. Það er reyndar talið nauðsyn fyrir Demókrata til að geta unnið. En mér finnst hennar afstaða ekki nógu langt frá Bush.
Obama hefur á hinn boginn verið að segja rétta hluti varðandi allt of marga hluti.
Í því felst vandinn. Hins vegar er þetta enginn vandi, Bandaríkin þurfa kona sem forseta núna en ekki hugsanlega eftir 20 ár. Hillary er mjög góður kostur og stendur á bak við mjög góða hluti. En ég tel að kosningaliðið á bak við hana hefur klúðrað allt of mörgum hlutum í þessari baráttu.

Þannig að vinstri maðurinn í mér fær að sitja í baksæti í þessu máli.

Ps Ef þið viljið sjá mjög einsleita skoðun, leitið að Hillary og síðan Obama og sjáið hvor fær betri útreið. Ég held að það séu allt of margir sem er mjög hræddir við að kona verði forseti.

Tónleikar á miðvikudaginn

Karlahópur feministafélags Íslands, V-Dags Samtökinn og Jafningjafræðsla kynna:
Baráttutónleika gegn kynbundnu ofbeldi

Nei tónleikar

Með:
B.Sig
Dikta
Ólöf Arnalds
Pétur Ben
Sprengihöllin
Wulfgang
Þórir
Byssupiss
Lay Low

Þjáning

Ég er mjög næmur fyrir þjáningu hjá fólki, ég get séð langar leiðir hvernig ástandi fólk er í. Þetta er alls ekki einstæður hæfileiki heldur er margt fólk í sömu sporum og ég.  Ég tel að fólk þjáist aðarlega þegar að það hefur af einhverri ástæðu lokað á rauverulegar tilfinningar sínar eða raunverulega upplifun og ánægju í lífi sínu.  Ég kalla þetta alltaf lokanir útaf því, dæmigerð lokun er þegar lögreglumaður sem hefur séð alltof mikið af hræðilegum hlutum yfirfærir það yfir á alla og vantreystir öllum eða þegar við lokum augum okkar varðandi vandamál fólk á götunni útaf því að það lifir ekki lífi sem við sættum okkur ekki við.

Mótvægið fyrir það er sakleysi að leyfa sér að lifa þrátt fyrir allt, að halda í trú á fólk þrátt fyrir allt. Mér finnst dásamlegt hvernig list og bókmenntir eru góðar að viðhalda sakleysi í okkur, trúðu mér við þörfum það stundum. Ég kalla svona hluti tilgangslausa útaf því að þeir eru ekki hluti af hlutum sem við getum skýrt út með einhverjum lókískum hætti og þeir eru dásamlegir útaf því. Náttúran á samt vinninginn varðandi svona hluti útaf því að hún hefur óendalega fjölbreytni.

Það þýðir samt ekki að við þurfum að lifa í einhverjum ímynduðum heimi þar sem maður sér allt gott heldur maður þarf bara að vita að það er til staðar og það sé hluti af okkur öllum.

Njótið lífsins fyrir mig, útaf því að ég er svo sjálfselskur að mig langar að sjá meira sakleysi heldur en þjáningu. Sumarið er reyndar góður tími fyrir það.

Farði karlmanna

Ég var að horfa á Discovery Civilization og þar var meðal annars nefnt að það var jafn líklegt fyrir karlmenn og konur að ganga með farða, rakakrem og ilmvatn.
Þá var það nefnt að vinnumenn við pýramítan hafi farið í verkfall vegna þess að þeir kröfðust að þeim væri skaffað farða en það fór vel og þeir fengu tveggja mánaða skammt af farða og rakakremi.
Hvernig væri það ef þetta væri siðurinn í dag þá væri farði líklega hluti af vinnutengdum gjöldum. Maður veit aldrei.

Mitt fyrsta ‘hitt’

Ég fór á mitt fyrsta hitt hjá feministafélaginu.

Það var fjallað um vændi og vandamál heimilislausra kvenna.

Maður þjáist alvarlega af pollýönnu einkenninu varðandi  þetta vandamál, þegar maður hugsar um heimilslausa ímyndar maður sér mann á fertugsaldri illa farinn. Það er kannski hluti af fordómunum sem maður hefur varðandi þetta efni. Að geta leigt íbúð eða átt krefst mjög mikillra fjárhagslegra skuldbindinga sem er alls ekki á allra færi. Síst ekki þegar þú ert í neyslu. Við gleymum stundum að það hafa ekki allir foreldra eða fjölskyldu sem geta hjálpað manni.

Það er mjög óhuggulegt að stelpur niðri í 12 ára séu að selja sig til þess að viðhalda neyslu og lifa. Maður myndi frekar halda að það væri verið að tala um eitthvað austantjaldsland, ekki Ísland. Er forræðishyggjan og einstaklingshyggjan að drepa okkur, er ekkert pláss fyrir fólk sem er ekki tilbúið að hætta á lyfjum. Hvar er kærleikurinn, þarf allt að vera á okkar forsendum. Við erum mjög stjórnsöm og þolum illa hluti sem falla ekki inn í okkar veruleika.

Ég þjáist af einkenni margra kalla, ég vill alltaf laga allt, að finna lausn á öllu. Eva kom með mjög góða lausn, að gefa af sér kærleik og hlusta. Við erum svo gjörn að predika og viljum alltaf hafa rétt fyrir okkur. Stundum eru hlutir einfaldir, allir vita að óhófleg neysla á áfengi er hættuleg hvað þá önnur efni, það þarf enginn að segja manni það. Síst einhver sem hefur kannski enga reynslu af því. Það er stundum nóg að hlusta ekki laga.

Kvennfólk sem söluvara

Vegna ummæla Katrínar Önu á feministi.olafura.com um klámvæðingu og hvatningu hennar að karlmenn láti í sér heyra. Þá kem ég með nokkrar pælingar mínar varðandi þetta.

zerokona.png
Vegna auglýsinga kók kynni ég til sögunnar Zero konuna.

  • Hún andmælir þér ekki
  • Hún hefur handhægan takka sem þú ýtir á til þess að hún afklæði sig
  • Hún hefur einnig slökkvi takka til að ýta á þegar þú er búinn að nota hana
  • Hún gerir allt fyrir þig

Eina sem þú þarft að gera til þess að fá hana er að fylla alla miðla af efni sem selja konur sem söluvöru. Einnig þarftu að sannfæra allar konur að eina leiðin til þess að afla einhverjar almennilegar tekjur sé að selja ímynd sína og líkama.

Ég tel að hættan við þessa auknu klámvæðingu er að karlmenn hætti að líta á konur sem mannverur og byrji að umgangast þær sem hluti eða í besta falli gæludýr. Það er einhver biturleiki sem einkennir þetta allt. Ég held að í þessu samfélagi þar sem allt er til sölu sé að sýkja hugsun okkar.  Þar sem eini tilgangur okkar er að selja hluti og kaupa hluti er ekki mikið pláss fyrir einstaklinga.  Það er jafnvel komið svo að fólki finnst það vera réttur sinn að geta keypt hvað sem þeim finnst.  Sá skilningur er allavega í nýju lögunum um vændi.

Ég held að við þurfum að endurmennta suma til þess að vera mannverur og bera virðingu fyrir öðru fólki.

Erum við eigingjörn?

Ég var að horfa á þátt sem heitir The Trap á Youtube. Þar var fjallaðu um game theory sem gallaða veru þar sem eigingirni sé alls ráðandi. Það var fjallað um tortryggni og sjálfselsku og hvernig það að líta á manninn þannig hunsaði hluti eins og tilfinningu í ákvarðanatöku.

Ég hef hingað til talið að fólk sé eigingjarnt og ekkert fundið að því. Það er kannski munur á vinstri og hægri, en ég tel að munurinn sé að hægri menn vilji stjórna fólki meðan vinstri menn hafa alltaf trú á fólki og hvað það getur gert.

Kannski er mín hugmynd um eigingirni betur nefnd sjálfsvitund. Hvernig maður er í samskiptum við annað fólk. Hvort sem maður aðlagar sig að öðru fólki eða hunsar annað fólk er það eigingirni. Það er sama markmið að manns verk sé metið. Það eru hins vegar mjög mismunandi nálganir.

Er maður ekki alltaf að meta viðbrögð og hegða sér eftir öðrum, jafnvel þegar maður gerir eitthvað af sér skoðar maður viðbrögð annara. Það er eins og ég hef oft sagt við aðlögum okkur að öllu. Þannig að ef þú ert með stöðugar skoðanir þá er hægt að nálgast þig, annars er maður alltaf að breyta viðhorfi sínu gagnvart þér og það er þreytandi.

Hins vegar var ranglega sagt að í game theory sé alltaf besti kostur að svíkja samninga. Það er aðeins raunin þegar er spilað einu sinni. Ef það er spilað oftar þá er besta leiðin alltaf að standa við samninga og svíkja þá í nokkra umferðir ef hinn aðilinn hefur svikið sinn samning við þig.

Mig langaði nefnilega fyrir þennan þátt að sanna feminisma með game theory sem tilraun á þessu, en eftir þáttinn var ég lengi hugsandi ( ég horfði á þáttinn í gær ). Það var máluð svo svört mynd af eigingirni að ég fór að hugsa mig tvisvar um.

Ég tel að vermdunarhyggja en ekki eigingirni sé hættuleg. Ef þú ert tilbúinn að fórna öðrum til þess að vermda þitt, þrátt fyrir öll rök gegn því, þá erum við í vondum málum. Til dæmis lögreglan að í staðinn fyrir að tjá sig um af hverju þeir eru að gera eitthvað og fá fólk á sitt band, beita þeir oft harðræði útaf því að þeir telja það vera bestu leið til að fá sínu fram. Hversu bjánalegt sem það sé.

En það er áhugaverð hugmynd sem kom í þættinum að hafa tilfinningu líka með í því að skoða ákvarðanir fólks. Það var líka góð lína að þeir einu sem hegðuðu sér bara eftir rökum væru hagfræðingar og sækópatar.

Að sofa vel

Ég á það oft til að vaka eftir öllu útaf því að ég er að hugsa of mikið. Ég fann hins vegar bragð sem virðist virka, ég hugsa bara um hvernig mér líður í rúminu, hvernig koddinn er og svoleiðis hluti. Þar að segja leyfi tilfinningunni að ráða, það leiðir oftast til að ég finn bestu stellinguna og sofna.