Erum við eigingjörn?

Ég var að horfa á þátt sem heitir The Trap á Youtube. Þar var fjallaðu um game theory sem gallaða veru þar sem eigingirni sé alls ráðandi. Það var fjallað um tortryggni og sjálfselsku og hvernig það að líta á manninn þannig hunsaði hluti eins og tilfinningu í ákvarðanatöku.

Ég hef hingað til talið að fólk sé eigingjarnt og ekkert fundið að því. Það er kannski munur á vinstri og hægri, en ég tel að munurinn sé að hægri menn vilji stjórna fólki meðan vinstri menn hafa alltaf trú á fólki og hvað það getur gert.

Kannski er mín hugmynd um eigingirni betur nefnd sjálfsvitund. Hvernig maður er í samskiptum við annað fólk. Hvort sem maður aðlagar sig að öðru fólki eða hunsar annað fólk er það eigingirni. Það er sama markmið að manns verk sé metið. Það eru hins vegar mjög mismunandi nálganir.

Er maður ekki alltaf að meta viðbrögð og hegða sér eftir öðrum, jafnvel þegar maður gerir eitthvað af sér skoðar maður viðbrögð annara. Það er eins og ég hef oft sagt við aðlögum okkur að öllu. Þannig að ef þú ert með stöðugar skoðanir þá er hægt að nálgast þig, annars er maður alltaf að breyta viðhorfi sínu gagnvart þér og það er þreytandi.

Hins vegar var ranglega sagt að í game theory sé alltaf besti kostur að svíkja samninga. Það er aðeins raunin þegar er spilað einu sinni. Ef það er spilað oftar þá er besta leiðin alltaf að standa við samninga og svíkja þá í nokkra umferðir ef hinn aðilinn hefur svikið sinn samning við þig.

Mig langaði nefnilega fyrir þennan þátt að sanna feminisma með game theory sem tilraun á þessu, en eftir þáttinn var ég lengi hugsandi ( ég horfði á þáttinn í gær ). Það var máluð svo svört mynd af eigingirni að ég fór að hugsa mig tvisvar um.

Ég tel að vermdunarhyggja en ekki eigingirni sé hættuleg. Ef þú ert tilbúinn að fórna öðrum til þess að vermda þitt, þrátt fyrir öll rök gegn því, þá erum við í vondum málum. Til dæmis lögreglan að í staðinn fyrir að tjá sig um af hverju þeir eru að gera eitthvað og fá fólk á sitt band, beita þeir oft harðræði útaf því að þeir telja það vera bestu leið til að fá sínu fram. Hversu bjánalegt sem það sé.

En það er áhugaverð hugmynd sem kom í þættinum að hafa tilfinningu líka með í því að skoða ákvarðanir fólks. Það var líka góð lína að þeir einu sem hegðuðu sér bara eftir rökum væru hagfræðingar og sækópatar.