Þjáning

Ég er mjög næmur fyrir þjáningu hjá fólki, ég get séð langar leiðir hvernig ástandi fólk er í. Þetta er alls ekki einstæður hæfileiki heldur er margt fólk í sömu sporum og ég.  Ég tel að fólk þjáist aðarlega þegar að það hefur af einhverri ástæðu lokað á rauverulegar tilfinningar sínar eða raunverulega upplifun og ánægju í lífi sínu.  Ég kalla þetta alltaf lokanir útaf því, dæmigerð lokun er þegar lögreglumaður sem hefur séð alltof mikið af hræðilegum hlutum yfirfærir það yfir á alla og vantreystir öllum eða þegar við lokum augum okkar varðandi vandamál fólk á götunni útaf því að það lifir ekki lífi sem við sættum okkur ekki við.

Mótvægið fyrir það er sakleysi að leyfa sér að lifa þrátt fyrir allt, að halda í trú á fólk þrátt fyrir allt. Mér finnst dásamlegt hvernig list og bókmenntir eru góðar að viðhalda sakleysi í okkur, trúðu mér við þörfum það stundum. Ég kalla svona hluti tilgangslausa útaf því að þeir eru ekki hluti af hlutum sem við getum skýrt út með einhverjum lókískum hætti og þeir eru dásamlegir útaf því. Náttúran á samt vinninginn varðandi svona hluti útaf því að hún hefur óendalega fjölbreytni.

Það þýðir samt ekki að við þurfum að lifa í einhverjum ímynduðum heimi þar sem maður sér allt gott heldur maður þarf bara að vita að það er til staðar og það sé hluti af okkur öllum.

Njótið lífsins fyrir mig, útaf því að ég er svo sjálfselskur að mig langar að sjá meira sakleysi heldur en þjáningu. Sumarið er reyndar góður tími fyrir það.

One thought on “Þjáning”

Comments are closed.