Faust og þekking

Ég velti stundum fyrir mér hvernig Faust væri staddur í nútíma heima þar sem ofgnótt af upplýsingum. Síðan byrjar maður að sjá aðeins samhengi í þeim upplýsingum sem eru nú, meiri hlutinn af þeim eru skoðanir, sjónarmið og aðrir félagslegir hlutir, ímyndaðu þér þann tíma sem varið yrði í að lesa blogg frá öllum í heiminu, það yrði ómögulegt. Það er ekki rosalega stór hluti af þessum upplýsingum sem eru af vísindalegs eðli þó að það sé mjög mikið af þeim. Maður byrjar líka að sjá að aldrei áður hefur verið jafn mikill möguleiki að dreyfa þessum upplýsingum en við sjáum þær ekki, nema kannski í gegnum einkaleyfisumsóknir og þá ef maður hefur verið menntaður sem lögfræðingur. Við sem heimur erum endalaust að endurtaka sömu uppgötvanir af óþörfu, eða ætti ég að segja af þeim ótta að einhver gæti stolið okkar aðferð eða að við græðum meira á því að leyna upplýsingum. Þetta er ekki óheyrt í fortíðinni, það er talið að Portúgalar hafi hugsanlega fundið Suður Ameríku en sögðu engum frá því, en nú getur maður ekki einu sinni treyst því að fá upplýsingar sem eru búinn til í tilkomandi landi og stundum ekki einu sinni ef maður er í fyrirtækinu sem komst að þeim. Einkaleyfi eru greinilega úrelt fyrirbæri sem ræður alls ekki við hraða og kröfur nútíma samfélags, þess vegna verðum við að finna nýja lausn sem betur ræður við það. Ég ekki heldur viss um að fyrirtæki ráða við hvernig fólk hegðar sér og þegar það verður eina hópmyndunar tækið þá erum við í vondum málum, það er gömul risaeðla sem virðir ekki einstaklinga nema þá sem eiga hlut í því og jafnvel ekki þá. Einnig verðum við að líta á það umhverfi sem Faust var í þar sem vantaði mjög mikið af nútíma uppfinningum, jafnvel þó að hann hefði fengin allar þær upplýsingar sem var hægt að skrifa um þá, þá hefði það ekki verið allur sannleikurinn útaf því að hlutir breytast, það er eina vissan sem við höfum. Það er ekki hægt að rita það sem kemur í framtíðinni útaf því að það er óvíst, þannig að það er aldrei hægt að fá alla þá vísinda vitneskju sem til er, útaf því að hún er ekki enn þá til. Hvað þá alla aðra vitneskju í heiminum. Því er allt sem við gerum til að hefta dreifingu upplýsinga aðeins að hægja á ferlinu. Látið ekki plata þig að við séum að fá mikið af upplýsingum við eru bara að fá þær úr fleiri áttum, það er hins vegar verið að vega að upplýsinga streymi sem við gátum fengið áður. Bandarískir skólar geta núna fengið einkaleyfi svo dæmi sé tekið. Fyrirtæki eru ekki að reynda að bæta umhverfi okkar með nýjum hlutum og nýrri þekkingu, þau eru að reyna græða peninga og útaf því kerfi sem við höfum kosið okkur þá fá þau þá með því að hafa hendurnar í öllum þeim leiðum til að nálgast þær. Til dæmis eru ekki til hjóðbækur af bókum sem eru notar í Háskólanum þó að það séu margir skólar sem vildu hafa þær, bara útaf því að fyrirtækið á bak við þær telur sig ekki geta grætt nógu mikið á þeim. Þannig að Guð í nútíma heimi yrði kærður fyrir þjófnað á höfundarrétti ef hann myndi láta Faust fá allan þann fróðleik sem til væri í okkar heimi.

One thought on “Faust og þekking”

  1. Þessi athugasemd um guð átti að fara hingað, mér finnst það nefnilega mjög góð ábending og kannski krystalla svolítið um hvað er að ræða.

Comments are closed.