Bann á farsímum í flugvélum

Hérna er mjög góð grein um sannleikann varðandi afhverju er bannað að tala í símann.

Greininn

Mitt fyrsta ‘hitt’

Ég fór á mitt fyrsta hitt hjá feministafélaginu.

Það var fjallað um vændi og vandamál heimilislausra kvenna.

Maður þjáist alvarlega af pollýönnu einkenninu varðandi  þetta vandamál, þegar maður hugsar um heimilslausa ímyndar maður sér mann á fertugsaldri illa farinn. Það er kannski hluti af fordómunum sem maður hefur varðandi þetta efni. Að geta leigt íbúð eða átt krefst mjög mikillra fjárhagslegra skuldbindinga sem er alls ekki á allra færi. Síst ekki þegar þú ert í neyslu. Við gleymum stundum að það hafa ekki allir foreldra eða fjölskyldu sem geta hjálpað manni.

Það er mjög óhuggulegt að stelpur niðri í 12 ára séu að selja sig til þess að viðhalda neyslu og lifa. Maður myndi frekar halda að það væri verið að tala um eitthvað austantjaldsland, ekki Ísland. Er forræðishyggjan og einstaklingshyggjan að drepa okkur, er ekkert pláss fyrir fólk sem er ekki tilbúið að hætta á lyfjum. Hvar er kærleikurinn, þarf allt að vera á okkar forsendum. Við erum mjög stjórnsöm og þolum illa hluti sem falla ekki inn í okkar veruleika.

Ég þjáist af einkenni margra kalla, ég vill alltaf laga allt, að finna lausn á öllu. Eva kom með mjög góða lausn, að gefa af sér kærleik og hlusta. Við erum svo gjörn að predika og viljum alltaf hafa rétt fyrir okkur. Stundum eru hlutir einfaldir, allir vita að óhófleg neysla á áfengi er hættuleg hvað þá önnur efni, það þarf enginn að segja manni það. Síst einhver sem hefur kannski enga reynslu af því. Það er stundum nóg að hlusta ekki laga.

Kvennfólk sem söluvara

Vegna ummæla Katrínar Önu á feministi.olafura.com um klámvæðingu og hvatningu hennar að karlmenn láti í sér heyra. Þá kem ég með nokkrar pælingar mínar varðandi þetta.

zerokona.png
Vegna auglýsinga kók kynni ég til sögunnar Zero konuna.

  • Hún andmælir þér ekki
  • Hún hefur handhægan takka sem þú ýtir á til þess að hún afklæði sig
  • Hún hefur einnig slökkvi takka til að ýta á þegar þú er búinn að nota hana
  • Hún gerir allt fyrir þig

Eina sem þú þarft að gera til þess að fá hana er að fylla alla miðla af efni sem selja konur sem söluvöru. Einnig þarftu að sannfæra allar konur að eina leiðin til þess að afla einhverjar almennilegar tekjur sé að selja ímynd sína og líkama.

Ég tel að hættan við þessa auknu klámvæðingu er að karlmenn hætti að líta á konur sem mannverur og byrji að umgangast þær sem hluti eða í besta falli gæludýr. Það er einhver biturleiki sem einkennir þetta allt. Ég held að í þessu samfélagi þar sem allt er til sölu sé að sýkja hugsun okkar.  Þar sem eini tilgangur okkar er að selja hluti og kaupa hluti er ekki mikið pláss fyrir einstaklinga.  Það er jafnvel komið svo að fólki finnst það vera réttur sinn að geta keypt hvað sem þeim finnst.  Sá skilningur er allavega í nýju lögunum um vændi.

Ég held að við þurfum að endurmennta suma til þess að vera mannverur og bera virðingu fyrir öðru fólki.

Erum við eigingjörn?

Ég var að horfa á þátt sem heitir The Trap á Youtube. Þar var fjallaðu um game theory sem gallaða veru þar sem eigingirni sé alls ráðandi. Það var fjallað um tortryggni og sjálfselsku og hvernig það að líta á manninn þannig hunsaði hluti eins og tilfinningu í ákvarðanatöku.

Ég hef hingað til talið að fólk sé eigingjarnt og ekkert fundið að því. Það er kannski munur á vinstri og hægri, en ég tel að munurinn sé að hægri menn vilji stjórna fólki meðan vinstri menn hafa alltaf trú á fólki og hvað það getur gert.

Kannski er mín hugmynd um eigingirni betur nefnd sjálfsvitund. Hvernig maður er í samskiptum við annað fólk. Hvort sem maður aðlagar sig að öðru fólki eða hunsar annað fólk er það eigingirni. Það er sama markmið að manns verk sé metið. Það eru hins vegar mjög mismunandi nálganir.

Er maður ekki alltaf að meta viðbrögð og hegða sér eftir öðrum, jafnvel þegar maður gerir eitthvað af sér skoðar maður viðbrögð annara. Það er eins og ég hef oft sagt við aðlögum okkur að öllu. Þannig að ef þú ert með stöðugar skoðanir þá er hægt að nálgast þig, annars er maður alltaf að breyta viðhorfi sínu gagnvart þér og það er þreytandi.

Hins vegar var ranglega sagt að í game theory sé alltaf besti kostur að svíkja samninga. Það er aðeins raunin þegar er spilað einu sinni. Ef það er spilað oftar þá er besta leiðin alltaf að standa við samninga og svíkja þá í nokkra umferðir ef hinn aðilinn hefur svikið sinn samning við þig.

Mig langaði nefnilega fyrir þennan þátt að sanna feminisma með game theory sem tilraun á þessu, en eftir þáttinn var ég lengi hugsandi ( ég horfði á þáttinn í gær ). Það var máluð svo svört mynd af eigingirni að ég fór að hugsa mig tvisvar um.

Ég tel að vermdunarhyggja en ekki eigingirni sé hættuleg. Ef þú ert tilbúinn að fórna öðrum til þess að vermda þitt, þrátt fyrir öll rök gegn því, þá erum við í vondum málum. Til dæmis lögreglan að í staðinn fyrir að tjá sig um af hverju þeir eru að gera eitthvað og fá fólk á sitt band, beita þeir oft harðræði útaf því að þeir telja það vera bestu leið til að fá sínu fram. Hversu bjánalegt sem það sé.

En það er áhugaverð hugmynd sem kom í þættinum að hafa tilfinningu líka með í því að skoða ákvarðanir fólks. Það var líka góð lína að þeir einu sem hegðuðu sér bara eftir rökum væru hagfræðingar og sækópatar.

Að sofa vel

Ég á það oft til að vaka eftir öllu útaf því að ég er að hugsa of mikið. Ég fann hins vegar bragð sem virðist virka, ég hugsa bara um hvernig mér líður í rúminu, hvernig koddinn er og svoleiðis hluti. Þar að segja leyfi tilfinningunni að ráða, það leiðir oftast til að ég finn bestu stellinguna og sofna.

OLPC þáttur 1

Sýnir hvað er að gerast með One Laptop Per Child

Ef þið vitið ekki hvað það er þá getið þið klikkað á þetta

Hvaða val höfum við varðandi tölvur?

Hvaða öfl stjórna bandaríkjunum?

Ég er feministi

Ég hef ekki talað mikið um kvenfrelsismál á blogginu mínu, fyrir utan að hafa bloggið bleikt í október, en ég ætla að bæta úr því. Ástæðan fyrir því er að mér finnst eins og það séu enn alltof margir sem skilji ekki þetta sjónarmið. Ég er orðin svolítið þreyttur að það sé alltaf verið að ráðast á konur sem hafa skoðanir. Eins og með klámráðstefnuna alveg eins og sérhver heilvita maður ætti ekki að vera móti henni.
Ég var nú að skrá mig í feminstafélagið. Það geri ég til þess að fylgjast betur með þessum málum.

Við lifum ekki abstract

Mér hættir stundum til að pæla of mikið í abstract hlutum og sé alveg fullkomlega tengslin við raunveruleikan. Ég geri ekki mjög mikin greinamun þar á milli. En það truflar mjög marga þegar maður tjáir sig þannig, en ég nota það mikið við að sjá kjarnan í hlutum og aðstæðum. Ég á það líka til að athuga hve vel fólk fylgist með, með því að missa útúr mér eitthvað í abstrackt formi.  Ég hef líka réttlætt það að fylgjast ekki með fréttum útaf því að þær tjá sig bara um hluti sem eru að gerast en ekki bein greining. Ég fylgist hins vegar með fréttaskýringum. Ég er að byrja að átta mig á því að fólk þarf tengingar; ég hef kannski alltaf vitað það útaf því að það er miklu skemmtilegara að fylgjast með hlutum þar sem maður þekkir fólk. En það er munur á því að vita og gera. Þannig að ég mun nú vera með á blogginu mínu, raunverulegt líf, abstract af því og tengingu við raunveruleikan af abstractinu. Bara til þess að flækja málið.