Frumlegir óperutónleikar

Ég fór á mjög góða óperutónleika um daginn, það voru tónleikar hjá Stúdentaóperunni. Það var í fyrsta lagi mjög gaman að þeir væru á íslensku, þannig að maður skyldi að minnsta kosti hvað var sagt.

Það var líka gaman að sjá hve ferskur flutningurinn var og lifandi. Maður lifði sig alveg inn í verkið og oft var eins og maður væri í leikriti og söngurinn væri hluti af verkinu. Ég segi þetta útaf því jafnvel þó að það séu oft mjög flottar sviðsmyndir í óperum og fullt af aukaleikurum eru þau vanalega ekki lifandi leikur þar á milli þar sem aðalsöngvarar standa allt of mikið út úr verkinu og hunsa oft umhverfið sitt.

Mér finnst alveg raunhæft að unga fólkið geti notað Salinn í Kópavogi til þess að stofna nýjan óperuhóp.

Óperur eru ekki bara fyrir fína fólkið.

Ps Ég er einn að þeim sem hata síðasta lag fyrir fréttir og elska Maríu Callas af sömu ástæðu.

Leave a Reply