Ég held að það sé komið tími til að uppfæra síðuna og bæta inn verkum sem ég hef verið að gera. Ég ætla að hella mér í það eftir 16 apríl.
Category: Óskilgreint
Brjóstakrabbameins mánuður
Gerðu síðuna þína bleika fyrir október
Sæktu líka tækjastiku fyrir vefskoðaran þinn og safnaðu með því peningum fyrir Susan G. Komen for the Cure
Villi axlar ábyrð með því að halda áfram
Villi fékk að lifa einn dag enn eftir að hafa ráðfært sig við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðisflokksins. Spurninginn er hvort hann þurfi að halda fund aftur á morgunn til að segja að hann hafi enn traust borgarstjórnarmeirihlutans. Eins og borgarstjórnarfulltrúar sjálfstæðisflokksins sögðu á leiðinni út var að hann verður að tilkynna niðurstöðunna og með því firrað sig ábyrð á þessari furðulegu niðurstöðu.
Hann ætlar að axla ábyrð með því að halda áfram óbreytt og finnst hann hafa borgað núþegar fyrir þetta með því að vera ekki borgarstjóri í nokkra daga. Þannig að við erum með borgarstjórnarmeirihluta sem eru mannleg og bera aldrei neina ábyrð á gerðum sínum.
Frumlegir óperutónleikar
Ég fór á mjög góða óperutónleika um daginn, það voru tónleikar hjá Stúdentaóperunni. Það var í fyrsta lagi mjög gaman að þeir væru á íslensku, þannig að maður skyldi að minnsta kosti hvað var sagt.
Það var líka gaman að sjá hve ferskur flutningurinn var og lifandi. Maður lifði sig alveg inn í verkið og oft var eins og maður væri í leikriti og söngurinn væri hluti af verkinu. Ég segi þetta útaf því jafnvel þó að það séu oft mjög flottar sviðsmyndir í óperum og fullt af aukaleikurum eru þau vanalega ekki lifandi leikur þar á milli þar sem aðalsöngvarar standa allt of mikið út úr verkinu og hunsa oft umhverfið sitt.
Mér finnst alveg raunhæft að unga fólkið geti notað Salinn í Kópavogi til þess að stofna nýjan óperuhóp.
Óperur eru ekki bara fyrir fína fólkið.
Ps Ég er einn að þeim sem hata síðasta lag fyrir fréttir og elska Maríu Callas af sömu ástæðu.
Þjáning
Ég er mjög næmur fyrir þjáningu hjá fólki, ég get séð langar leiðir hvernig ástandi fólk er í. Þetta er alls ekki einstæður hæfileiki heldur er margt fólk í sömu sporum og ég. Ég tel að fólk þjáist aðarlega þegar að það hefur af einhverri ástæðu lokað á rauverulegar tilfinningar sínar eða raunverulega upplifun og ánægju í lífi sínu. Ég kalla þetta alltaf lokanir útaf því, dæmigerð lokun er þegar lögreglumaður sem hefur séð alltof mikið af hræðilegum hlutum yfirfærir það yfir á alla og vantreystir öllum eða þegar við lokum augum okkar varðandi vandamál fólk á götunni útaf því að það lifir ekki lífi sem við sættum okkur ekki við.
Mótvægið fyrir það er sakleysi að leyfa sér að lifa þrátt fyrir allt, að halda í trú á fólk þrátt fyrir allt. Mér finnst dásamlegt hvernig list og bókmenntir eru góðar að viðhalda sakleysi í okkur, trúðu mér við þörfum það stundum. Ég kalla svona hluti tilgangslausa útaf því að þeir eru ekki hluti af hlutum sem við getum skýrt út með einhverjum lókískum hætti og þeir eru dásamlegir útaf því. Náttúran á samt vinninginn varðandi svona hluti útaf því að hún hefur óendalega fjölbreytni.
Það þýðir samt ekki að við þurfum að lifa í einhverjum ímynduðum heimi þar sem maður sér allt gott heldur maður þarf bara að vita að það er til staðar og það sé hluti af okkur öllum.
Njótið lífsins fyrir mig, útaf því að ég er svo sjálfselskur að mig langar að sjá meira sakleysi heldur en þjáningu. Sumarið er reyndar góður tími fyrir það.
“MMS Skilaboð”
“MMS Skilaboð”
“MMS Skilaboð”
Kurt Vonnegot er látinn
NY Times
Þetta er einn besti rithöfundur sem ég hef lesið. Uppáhalds bókinn sem ég hef lesið efitir hann er Breakfast of Campions. Hann var mjög öðruvísi rithöfundur sem gerði hann þeim mun skemmtilegri.
Bann á farsímum í flugvélum
Hérna er mjög góð grein um sannleikann varðandi afhverju er bannað að tala í símann.