Hillary eða Obama

Ég er lengi búinn að hlakka til að Hillary yrði fulltrúi Demókrata í forsetakosningunum. En upp á síðast kastið hef ég byrjað að efast um þann stuðning eftir að hafa kynnt mér Obama.
Ég held að ég hafi hins vegar náð að skilgreina þennan vanda. En fyrst verð ég að skilgreina aðeins mig. Ég er feministi og hef verið örugglega frá því að ég man eftir mér og hef bara eflst í þeirri afstöðu. Hins vegar er ég líka vinstri maður og var í stjórn Sósialistafélagsins, ég hef síðar færst frá stuðningi við miðlægum stjórnvöldum.
Það sem pirrar mig kannski mest varðandi Hillary er að hún er hægra megin við miðju. Það er reyndar talið nauðsyn fyrir Demókrata til að geta unnið. En mér finnst hennar afstaða ekki nógu langt frá Bush.
Obama hefur á hinn boginn verið að segja rétta hluti varðandi allt of marga hluti.
Í því felst vandinn. Hins vegar er þetta enginn vandi, Bandaríkin þurfa kona sem forseta núna en ekki hugsanlega eftir 20 ár. Hillary er mjög góður kostur og stendur á bak við mjög góða hluti. En ég tel að kosningaliðið á bak við hana hefur klúðrað allt of mörgum hlutum í þessari baráttu.

Þannig að vinstri maðurinn í mér fær að sitja í baksæti í þessu máli.

Ps Ef þið viljið sjá mjög einsleita skoðun, leitið að Hillary og síðan Obama og sjáið hvor fær betri útreið. Ég held að það séu allt of margir sem er mjög hræddir við að kona verði forseti.