Farði karlmanna

Ég var að horfa á Discovery Civilization og þar var meðal annars nefnt að það var jafn líklegt fyrir karlmenn og konur að ganga með farða, rakakrem og ilmvatn.
Þá var það nefnt að vinnumenn við pýramítan hafi farið í verkfall vegna þess að þeir kröfðust að þeim væri skaffað farða en það fór vel og þeir fengu tveggja mánaða skammt af farða og rakakremi.
Hvernig væri það ef þetta væri siðurinn í dag þá væri farði líklega hluti af vinnutengdum gjöldum. Maður veit aldrei.