Við lifum ekki abstract

Mér hættir stundum til að pæla of mikið í abstract hlutum og sé alveg fullkomlega tengslin við raunveruleikan. Ég geri ekki mjög mikin greinamun þar á milli. En það truflar mjög marga þegar maður tjáir sig þannig, en ég nota það mikið við að sjá kjarnan í hlutum og aðstæðum. Ég á það líka til að athuga hve vel fólk fylgist með, með því að missa útúr mér eitthvað í abstrackt formi.  Ég hef líka réttlætt það að fylgjast ekki með fréttum útaf því að þær tjá sig bara um hluti sem eru að gerast en ekki bein greining. Ég fylgist hins vegar með fréttaskýringum. Ég er að byrja að átta mig á því að fólk þarf tengingar; ég hef kannski alltaf vitað það útaf því að það er miklu skemmtilegara að fylgjast með hlutum þar sem maður þekkir fólk. En það er munur á því að vita og gera. Þannig að ég mun nú vera með á blogginu mínu, raunverulegt líf, abstract af því og tengingu við raunveruleikan af abstractinu. Bara til þess að flækja málið.

3 thoughts on “Við lifum ekki abstract”

  1. Því þú ert að tala um að abstracta, þá er hérna eitthvað sem ég er að fara stúdera næstu vikurnar sem tengist því, vonandi er ég ekki of einhverfur, allavega hérna er bútur úr Wikipedia:

    General Semantics
    “Samhvæmt Alfred Korzybski sjálfum er meigin markmið Gerneral Semantics að þróa í notendum sínum það sem hann kallaði “vitund af því að abstrakta” meðvitund af kort/svæði aðgreiningu og hversu mikið af raunveruleikanum er hent í burt gegnum málvísindi og aðrar leiðir til að tákna/lýsa eitthverju. General Semantics kennir að það er ekki nóg að skilja þetta öðruhverju og vitsmunalega, heldur að við náum aðeins fullri andlegi heilsu þegar vitundin af því að abstrakta verður stöðug og er orðið að viðbragði.”

    http://en.wikipedia.org/wiki/General_Semantics
    http://en.wikipedia.org/wiki/Alfred_Korzybski

  2. Mási hérna.
    Þetta er skrítin leið til að hafa samband en ég man ekki email-ið þitt.

    Svo er mál með vexti að ég týndi símunum okkar báðum en er búinn að finna þá aftur. Núna er ég upp í skóla en verð kominn með símana á morgunn. Þá getur þú hringt í mig og við mælt okkur mót.

Comments are closed.