Kvennfólk sem söluvara

Vegna ummæla Katrínar Önu á feministi.olafura.com um klámvæðingu og hvatningu hennar að karlmenn láti í sér heyra. Þá kem ég með nokkrar pælingar mínar varðandi þetta.

zerokona.png
Vegna auglýsinga kók kynni ég til sögunnar Zero konuna.

  • Hún andmælir þér ekki
  • Hún hefur handhægan takka sem þú ýtir á til þess að hún afklæði sig
  • Hún hefur einnig slökkvi takka til að ýta á þegar þú er búinn að nota hana
  • Hún gerir allt fyrir þig

Eina sem þú þarft að gera til þess að fá hana er að fylla alla miðla af efni sem selja konur sem söluvöru. Einnig þarftu að sannfæra allar konur að eina leiðin til þess að afla einhverjar almennilegar tekjur sé að selja ímynd sína og líkama.

Ég tel að hættan við þessa auknu klámvæðingu er að karlmenn hætti að líta á konur sem mannverur og byrji að umgangast þær sem hluti eða í besta falli gæludýr. Það er einhver biturleiki sem einkennir þetta allt. Ég held að í þessu samfélagi þar sem allt er til sölu sé að sýkja hugsun okkar.  Þar sem eini tilgangur okkar er að selja hluti og kaupa hluti er ekki mikið pláss fyrir einstaklinga.  Það er jafnvel komið svo að fólki finnst það vera réttur sinn að geta keypt hvað sem þeim finnst.  Sá skilningur er allavega í nýju lögunum um vændi.

Ég held að við þurfum að endurmennta suma til þess að vera mannverur og bera virðingu fyrir öðru fólki.

One thought on “Kvennfólk sem söluvara”

Comments are closed.