Ég fór á mitt fyrsta hitt hjá feministafélaginu.
Það var fjallað um vændi og vandamál heimilislausra kvenna.
Maður þjáist alvarlega af pollýönnu einkenninu varðandi þetta vandamál, þegar maður hugsar um heimilslausa ímyndar maður sér mann á fertugsaldri illa farinn. Það er kannski hluti af fordómunum sem maður hefur varðandi þetta efni. Að geta leigt íbúð eða átt krefst mjög mikillra fjárhagslegra skuldbindinga sem er alls ekki á allra færi. Síst ekki þegar þú ert í neyslu. Við gleymum stundum að það hafa ekki allir foreldra eða fjölskyldu sem geta hjálpað manni.
Það er mjög óhuggulegt að stelpur niðri í 12 ára séu að selja sig til þess að viðhalda neyslu og lifa. Maður myndi frekar halda að það væri verið að tala um eitthvað austantjaldsland, ekki Ísland. Er forræðishyggjan og einstaklingshyggjan að drepa okkur, er ekkert pláss fyrir fólk sem er ekki tilbúið að hætta á lyfjum. Hvar er kærleikurinn, þarf allt að vera á okkar forsendum. Við erum mjög stjórnsöm og þolum illa hluti sem falla ekki inn í okkar veruleika.
Ég þjáist af einkenni margra kalla, ég vill alltaf laga allt, að finna lausn á öllu. Eva kom með mjög góða lausn, að gefa af sér kærleik og hlusta. Við erum svo gjörn að predika og viljum alltaf hafa rétt fyrir okkur. Stundum eru hlutir einfaldir, allir vita að óhófleg neysla á áfengi er hættuleg hvað þá önnur efni, það þarf enginn að segja manni það. Síst einhver sem hefur kannski enga reynslu af því. Það er stundum nóg að hlusta ekki laga.