Tungumál er fyndin hlutur, þó að fólk sé að tala sama tungumál á blaði er það alls ekki það sama og að gera það í raun.
Orð hafa enga merkingu, jafnvel þó að þau reyni að hafa merkingu eins og alnæmi, tölva, hársápa og svo framvegis; Þar að leiðandi eru þau miklu verri.
Orð hafa yfirfærða þekkingu, þannig að þú verður að vita eitthvað til að skilja orðið. Þau geta líka hafið merkingu sem er stærri en þekking sem hægt er nálast, eins og London, safn, tónlist; hvað er í raun og veru verið að tala um þegar maður notar þau orð.
Skólar keppast við að fræða okkur um hins ýmsu orð og setningafræði; í þeim tilgangi að nálgast hugsanir annars fólks innan sama fags og að gera okkur þáttakendur í því fagi.
Samt á maður í erfiðleikum með að skýra: afhverju vont sé vont.
Tökum dæmi:
Maður1: Treystirðu hermönnum til að bæta ástandið í miðausturlöndum?
Maður2: Ég tel að ofbeldi leiði af sér ofbeldi.
Maður1: En þá eru hryðjuverkamennirnir búnir að vinna.
Maður2: Ég tel að bandaríkin séu að græða jafn mikið og hryðjuverkamennirnir.
Maður1: En bandaríkin eru bara að tryggja rétt okkar til að lifa og rétt eigna okkar.
Maður2: En er fólk þá ekki til í Miðausturlöndum, eða réttar sagt er fólk sem deyr ekki fyrir framan myndavél ekki til. Þannig að allt er heilagra sem kemur frá vesturlöndum, okkar trú, okkar byggingar, okkar fólk, okkar menning. Þú veist hvað það er svo aftur í steinöld að ganga í svörtum kufli.
Maður1: Afhverju eigum við að réttlæta tilverurétt okkar?
Maður2: En afhverju eigum við ekki að virða tilverurétt annars fólks í heiminum?
Maður1: Er það ekki það sem við erum að gera með að færa lýðræði til heimsins?
Þetta er ekta dæmi um fólk sem er að tala tvö mismunandi tungumál. Þetta gerist svo oft að það mjög furðulegt að engin sé að reyna að bæta þetta; það er kannski útaf því að vísindamenn innan mismunandi greina tala líka mismunandi tungumál og stjórnmálamenn slá öllum við.
Það er kannski það sem gerir stjórnmál skemmtileg.
Ps Ég sit á Cultura í Alþjóðahúsinu
Öfunda þig af kaffihúsasetum, þarf að Ãhuga það à próflestrinum à desember (sem verður vonandi seinasti próflestur ever af minni hálfu). Það gekk bara nokkuð vel à prófunum sem við lásum undir á Kaffibarnum.