Ég kom til ungverjalands í gær. Það er frekar óvenjulegt hér miðað við það sem ég hef farið áður. Í dag át hraðbanki kortið mitt, ég skildi ekkert í þessu þangað til að ég hringdi í bankan heima og komst að því að ég er með tvö kort á reikninginum mínu. Þannig að þetta er með annað pin númer en hitt kortið mitt ( sem ég var ný búinn að eyðileggja útaf því að ég hélt að ég væri kominn með nýtt kort ). Svona er lífið, við getum kannski bjargað því á föstudagin. Ég gleymdi líka rafmagnsnúrunni í tölvuna, þannig að ég sit á netkaffi og skrifa þetta. Við erum að fara á morgun til Búdapest þannig að það er alveg möguleiki að finna snúru þar.
Ég ætla að reyna að senda myndir á bloggið mitt úr símanum.
Annars skemmti ég mér mjög vel hér, þetta er aðarlega fyndið.
Veit að þið systkinin reddið þessum málum alveg ágætlega. Allt à lagi meðan það er bara banki sem étur kortið en ekki einhver annar. Skemmtið ykkur vel à Búdapest, ég elska borgina (flott heimsborg) en mér finnst Debrecen þægilegra umhverfi.