Heiðarleiki í verkum

Ég tel að besti kostur manna sé hæfni og gott orðspor; ég tel að það sé það sem fyrirtæki og einstaklingar eigi að sækjast eftir. Ég segi þetta útaf því að fólk er í auknu mæli að nota flóknari og flóknari varnaraðferðir til þess að vermda sig.

Ég ætla að nefna nokkur dæmi um þetta: Hlerarnir á pólitískum andstæðingum sínum, ógnin varðandi hryðjuverk, notkun einkaleyfa og höfundarréttar til að bjarga fyrirtækjum, sía á fjölda innflytjenda í landið, bygging álvera til að bjarga efnahagnum.
Þessi mál hafa sameiginlegan grunn, hræðslu. Ef þú byggir hús þitt á sandi verðurðu alltaf að passa það. Þannig að við eigum ekki að treysta neinum manni eða fyrirtæki sem er að ganga á okkar rétt og rétt annara vegna hræðslu. Það er miklu betra að fylgja þeim sem gera hluti, framkvæma hluti í gengum hæfni og með heilleika.

Það þýðir hins vegar ekki að við eigum að hunsa allar ógnir, heldur bregðast við þeim á skynsaman hátt. Hvað hefur maður að óttast ef maður hefur lifað góðu lífi.

3 thoughts on “Heiðarleiki í verkum”

  1. “Hvað hefur maður að óttast ef maður hefur lifað góðu lífi.”

    Hafa ekki allir eitthvað að óttast, en svo er bara munur á þeim sem hafa feisað ótta sinn og þeim sem flíja hann.

  2. Óttalaust ástand er eitthvað til að sækjast eftir, en maður hlítur að vera kominn annsi langt til að komast á það ástand, eða annsi stutt?

  3. Ég gerir hluti útaf því að ég verð að gera þá en ekki útaf því að maður er hræddur við eitthvað. Ótti er eins og allar tilfinningar, þú verður að bera virðingu við þeim og bregðast við þeim rétt. Það er hins vegar vangaveltur um ótta og sú stjórnun sem er af hinu vonda. Þar að segja ef þú ert í þeirri aðstöðu þurfa ekki að lifa með honum.

Comments are closed.