Takmarkað beint lýðræði

Það eru margir hrifnir af beinu lýðræði sem á, á einhvern hátt að laga fulltrúalýðræði með því að veita fólki tækifæri að tjá sig um mál sem eru erfið. En gallin er oft með þau mál eru að þau eru flókin, það er fullt af hlutum sem þú verður að kynna þér ef þú átt að geta tekið afstöðu. Þetta krefjumst við af þingmönnum okkar og því ættum við að krefjast þess af okkur. En það munu ekki allir kynna sér hluti og það er ótrúlega dýrt í okkar heimi að kynna mál. Þess vegna ef beint lýðræði ætti að hafa eitthvað vægi þá þyrfti það að vera takmarkað. Td ef það eru 10 kosningar þá mættirðu bara taka þátt í 3. Þannig er hægt að einfalda hluti fyrir fólki, það er bara að taka afstöðu um hluti sem skipta þá máli og þau eru ekki að missa neinn rétt. Það er einnig ódýrara að gera þetta svona og þar að leiðandi líklegara að það gerist. Maður verður alltaf að takmarka valkosti sýna til þess að ganga vel og gera þarfa hluti.

One thought on “Takmarkað beint lýðræði”

  1. Hmmm, hef alltaf verið blinduð af því að beint lýðræði sé gallalaust, en ég verð að viðurkenna að þetta getur orðið til að fólk neyðist til að fókusera og drukkni ekki í að reyna að vita rosalega lítið um roslega margt eða hætti að nenna að taka þátt. Í Sviss hefur þátttaka í þjóðaratkvæðagreiðslum ekki alltaf verið mikil og það hefur verið lagt þeim til lasts, en hins vegar þá er búið að sýna fram á með rannsóknum að þeir sem taka þátt gera það frekar vel upplýstir og ekki ólíklegt að einhverjar svona takmarkanir verði þá til að þeir sem hafa áhuga á ákveðnum málum séu þeir sem taka ákvarðanir en ekki þeir sem vita lítið um þau séu að taka óupplýsta ákvörðun. Þetta myndi neyða fólk til að vera fókuserað, spurning hvort það mætti sækja um að bæta t.d. einu við, og uppfylla þá punktakerfi, t.d. fullan þátttökukvóta í 3-5 ár, hmmm nóg um að hugsa alla vega. Í Kaliforníu er kosið um skattamál auk ótal annarra mála og embætta eins og í Ameríku allri, en þar verða kjósendur að skrá sig til að fá að kjósa.

Comments are closed.