Ég fór, eins og þið vitið ef þið lesið bloggið mitt, til Akureyrar. En Garðar býr þar rétt fyrir utan á sveitabæ sem hann leigir. Þetta er mjög rúmgott hús með alltof litlum hurðakörmum í kjallaranum. Höfuðið mitt þekkir þá of vel. Garðar er með aðstöðu þarna niðri, en eins og allir sem eru að reyna að gera allt í einu, notar það ekki mikið. Þau eru með mjög sniðugt fyrirkomulag sem er að hafa sjónvarpið uppi en ekki í stofunni. Við kíktum í bæin á föstudeginum og hittum fyrrverandi hans Garðars sem býr í bænum. Hún ákvað að skemmta sér ásamt tveimur vinkonum sínum þessa helgi þarna fyrir tilviljun. Við eyddum afganginum af kvöldinu með þeim á Kaffi Akureyri. Það fyndna er að Garðar er nánast hættur að fara í bæin um helgar. Síðan tókum við því aðeins rólegra á laugardeginum, ég eldaði alvöru lasagna og Garðar hjálpaði mér. Sá líka leikin fyrr um daginn, frábær. Skoðaði kindurnar sem voru að koma. Síðan á sunnudeginum horfðum við líka á leikin, ekki jafn góður ( kannski forsmekkur ).