Ferð útá land

Ég er að fara á morgun útá land að hitta Garðar vin minn. Hann er búinn að vera í hálft ár rétt fyrir utan Akureyri og er strax kominn með hænsni og kind, go figure. Ég verð yfir helgina og mun vonandi senda einhverjar myndir.

Takmarkað beint lýðræði

Það eru margir hrifnir af beinu lýðræði sem á, á einhvern hátt að laga fulltrúalýðræði með því að veita fólki tækifæri að tjá sig um mál sem eru erfið. En gallin er oft með þau mál eru að þau eru flókin, það er fullt af hlutum sem þú verður að kynna þér ef þú átt að geta tekið afstöðu. Þetta krefjumst við af þingmönnum okkar og því ættum við að krefjast þess af okkur. En það munu ekki allir kynna sér hluti og það er ótrúlega dýrt í okkar heimi að kynna mál. Þess vegna ef beint lýðræði ætti að hafa eitthvað vægi þá þyrfti það að vera takmarkað. Td ef það eru 10 kosningar þá mættirðu bara taka þátt í 3. Þannig er hægt að einfalda hluti fyrir fólki, það er bara að taka afstöðu um hluti sem skipta þá máli og þau eru ekki að missa neinn rétt. Það er einnig ódýrara að gera þetta svona og þar að leiðandi líklegara að það gerist. Maður verður alltaf að takmarka valkosti sýna til þess að ganga vel og gera þarfa hluti.

Lífið

Skólinn er byrjaður, það verður áhugavert að sjá hvernig þessi önn verður. Ég er kominn vel áfram með fyrsta draft af bók sem ég er að vinna að. Ég get sagt ykkur hugmyndina að henni var ,,Að sjá í framtíðina er að hafa gott minni.” Mér var hugað til Kúbu og ég er búinn að senda póst til Sigurlaugar sem fór með mér og skipulagði það frá hendi Vináttufélags Íslands og Kúbu. Ég var áður búinn að tala við hana að fá heimilisfang fjölskyldunar sem ég gisti hjá. Ég hafði bara ekki komið því í verk. Ég held að seinast þegar við hittumst vorum við að reyna skipuleggja mótmæli og henni fannst ekki nægilegur áhugi á því, sem var örugglega rétt útaf því að ég man ekki einu sinni hvað átti að mótmæla.

Listinn er kominn

Reykjavík norður:

Katrín Jakobsdóttir
Árni Þór Sigurðsson
Paul Nikolov
Steinunn Þóra Árnadóttir
Kristín Tómasdóttir

Reykjavík suður:

Kolbrún Halldórsdóttir
Álfheiður Ingadóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir
Guðmundur Magnússon
Jóhann Björnsson

Suðvesturkjördæmi:

Ögmundur Jónasson
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Gestur Svavarsson
Mireya Samper
Andrea Ólafsdóttir

Nýar fréttir

Ég er búinn með prófin, þannig að ég get farið að blogga meira.

Það gengur vel hérna heima og herbergið mitt er langt komið. Það vantar aðalega hurð.

Ég náði ekki inn í eitt af fjögur efstu sætunum í kosningunum, en það er mjög flott lið og ég er sérstaklega stoltur af fjölda kvenna á honum. Núna er spennandi að sjá hvernig hann raðast.

Skemmtileg tónlistarsíða

Ég var að rekast á rokk.is þar sem er hægt að nálgast tónlist upprennandi stjarna í rokkbransanum á íslandi. Mjög skemmtileg leið til að kynna sig. Allt á mp3 formati.
Smekkleysa er víst líka með lög á mp3 en oft brot.

Núna vantar bara peninga til þess að það verði hægt að nálgast alla tegundir af tónlist með þessum hætti.

Svör við spurningum UVG

1 Nafn: Ólafur Arason
2 Fæðingardagur/ár/staður: 4 mars/ 1979/ Reykjavík
3 Rétthent/ur eða örvhent/ur? Rétthentur
4 Samgöngumáti? Jeppi
5 Kaffi eða te (þá hvernig)? Bæði, Svart, Cappuccino, Latte, Kamilute
Eftirlætis…
6 …sjónvarpsefni? The Young Ones
7 …kvikmynd? Dr. Strangelove
8 …hljómplata? Good morning Vietnam
9 …eftirmatur? Chocolate supprise
10 …bók? Breakfast of Champions eftir Kurt Vonnegot
11 …kaffihús? Cultura í Alþjóðahúsinu
12 …bjórtegund? Bavaria
13 Hversu miklu býst þú við að eyða í kosningabaráttuna? 5000kr
14 Steingrímur eða Che? Steingrímur
15 Pílukast eða körling? Körling
16 Kýr eða belja? Belja
17 Vefrúnturinn byrjar á…? gmail.com
18 Síðasta ferðalag innanlands? Borgarnes
19 ..en erlendis? Ungverjaland
20 Fyrsta frumvarpið sem þú myndir leggja fyrir Alþingi? Notkun frjáls hugbúnaðar
21 Hvaða ráðuneyti viltu fá?(Þ.e. í hvaða ráðuneyti viltu verða ráðherra… mátt búa til nýtt ráðuneyti) Iðnaðar og viðskiptaráðuneytið
22 Er þér vel við snjóinn? Já, en ekki kulda.
23 Spurning til næsta viðmælenda? Ertu skyggn?