Afhverju þarf stundum að beita því sem maður telur réttast í núna en ekki því sem er rétt. Í fyrsta lagi er spurning hvort að eitthvað sé nokkurn tímann rétt en ef við hunsum það í augnablik þá getum við sé að það sem við teljum vera rétt er oftast út frá einhverju sem við höfum upplifað eða hugsað áður. Út frá því er spurning hvort að eitthvað sem við gerum sé nokkuð tímann rétt. Það er líka eitt annað í mynstrinu það er ómeðvituð hugsun, líkt og draumar og sú hugsun sem við erum að hugsa þótt við gerum okkur ekki grein fyrir því. Hún stjórnar líka ákvarðanatöku sérstaklega þegar hún er gerð í flýti. Auðvitað er hún líka háð breytum eins og umhverfi en virðist oft ekki vera háð ákvörðunum okkar nema að við á ómeðvituðu stigi höfum samþykkt þá ákvörðun. Hugsaðu um einhvern hlut eins og að hætta að reykja, ómeðvituð hugsun er alltaf að minna þig á það þó að þú hafir ákveðið að hætta að reykja. Þetta gæti verið eitthvað úr þróunarferli okkar þar sem hugsun er sá hluti sem kom seinast og sem við erum enn í dag óviss um hvort eigi að stjórna lífi okkar. Það hefur stundum verið sagt að hugsun sé aðeins notuð til að styrkja og réttlæta þær ákvarðanir sem við erum nú þegar búin að taka. En nú er annar heimur sem við lifum í, við lifum í heimi sem notar þá vitneskju að þú notar utanákomandi áreiti til að taka ákvarðanir, útaf því að það er einfaldara að selja þér hluti ef þú bregst við á ákveðin hátt. Tónlist sem þér finnst skemmtileg, litir, bragð, andrúmsloft og allt er notað útaf því að það er ákveðin vissa í því hverning þú bregst við. Það er ekki bara auglýsendur sem nota þetta, allar stofnanir landsins á einhvern hátt nota þetta og hafa gert það frá upphafi nútíma mannsins, það er engin saklaus í þessum efnum. Spurningin er hvort við séum tilbúin að stjórna okkar eigin lífi eða hvort við höfum nokkra hæfileika í því, erum við ekki bara fórnarlömb umhverfis okkar og dýrslegra hvata. Hver veit, en eitt er víst að umhverfið okkar breytist ekki nema að við breytum því, hver og einn. Við sem einstaklingar erum nefnilega mjög mikilvægir í þeim ákvörðunum sem við tökum, en við verðum líka að geta tekið gagnrýni þegar ákvarðanir okkar eru ekki nógu skynsamar. Því það er líka mjög mikilvægt, annað fólk og álit þeirra. Þannig maður tekur ákvarðanir sem einstaklingur og færð sannleikann um hann frá öðru fólki. Sumir vilja að það sé á hinn vegin og mest allt okkar líf er fólgin í því að læra sannleika annara, sem getur verið gagnlegur ef maður man að hann sé ekki heilagur.