Innflytjendamál eru mikið í umræðunni. En nú er gamli hugsunargangurinn að við hjálpum okkur á einhvern hátt með því að takmarka innflytjendur og gera það sem erfiðast fyrir þá að komast hingað. Ég er algerlega á hinni línunni. Ég tel að við verðum að bjóða framtíðaríbúa landsins velkomna og hjálpa þeim að aðlagast. Við höfum haft mörg skeið innflytjenda hér til lands og forfeður okkar tóku landið frá pöpum. Ég er hlyntur þeirri stefnu að tortryggja fólk ekki nema að það hafi gert eitthvað af sér, útaf því að með því að búa til fjandsamlegt umhverfi sem fólk kynnist við að vinna hér þá erum við að ýta undir ofbeldi og aðra hluti sem eru bein afleiðing vondrar meðferðar.
Ég tel að við eigum að hafa umboðsmann útlendinga til þess að hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið okkar og gefa því góða mynd af Íslandi.
Hvort viljum við ásýnd sem fólk sem lætur aðeins samlita landa sína varða eða fólk sem vill hjálpa fólki að verða íslendingar; þá höfum við kannski fleira fólk til að grobba okkur af.