Að tjá sig

Spurningin er hvort ritað mál hefur áhrif á okkur.

Góðar sögur og skemmtilegir hlutir hafa augljóslega áhrif á okkur. En afhverju. Er kannski þessi nálgun að við séum mannverur og tungumál er augljóslega mjög stór hluti af því að vera mannvera.

Er þannig það sem við sköpum svo furðulegt og aðdáunarvert að það hafi áhrif á okkur, eins og vel skapaðir hlutir. Pýramídarnir hafa augljóslega þannig áhrif. Maður veltir fyrir sér hvernig menn geti búið það til. Þannig að það er kannski okkar takmarkanir sem gera það merkilegt sem maður skrifar.

Við erum augljóslega miklu fullkomnari en tungumál og hugsun; við sjáum einnig fallegri hluti en myndir geta náð. Samt er sú sköpun sem maðurinn er á bakvið heillandi; kannski útaf takmörkunum og sakleysinu.

Við finnum í okkur þrá til þess að gera hluti, varðveita tilfinningar. Tjá okkur, skila eitthvað eftir okkur. Við höfum óhemju áhuga á öðru fólki. En samt er margt í okkar umhverfi sem finnst það óeðlilegt. Afhverju ætti maður ekki að leita samsvörunar í umhverfi sínu?

Þó ættum við að átta okkur á því að eini sannleikur sem maður getur fundið er í sjálfum sér; þar er eina vissan. Grundvöllurinn á því hvernig maður skynjar.