Hérna eru nokkur svör við spurningum sem mér hefur borist:
Kæri frambjóðandi.
Munt þú koma til með að beita þér fyrir því að hjólreiðabrautir komist í vegalög, svo hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur í þéttbýli?
Ég tel að hjóreiðar séu mjög sniðugur kostur í samgögnum og ég tel einnig að hjólreiðar eigi ekki við um bíla þannig að ég er mjög hlyntur því að efla hjólreiðastíga, auk annara aðferða sem minnka bílanotkun íslendinga.
1) Hvaða stefnu vilt þú taka í ES/EES málum? Á Ísland að sækja um aðild?
Ég tel að Evrópusambandið sé of gallað varðandi meðhöndlun mála og það virðist vera mun erfiðara að komast að því hvar mál eru uppruninn og hverjir eru á bak við þau. Það er engin almennileg vörn gegn lögum sem koma frá ES, þannig að það er búið að grafa undan lýðræði landsins með því. Það eru einnig allt of miklir fordómar ES varðandi vörur frá öðrum löndum sem við ættum ekki að styðja. Það er hugsanlegt í framtíðinni ef ES skánar varðandi sína marga vankanta að það sé sniðugt að endurskoða inngöngu.
2) Viltu beita þér fyrir breytingum á skattakerfinu? Hvaða breytingum þá?
Ég tel að það þurfi meira gegnsæi í kerfið, hvert peningarnir. Það þarf einnig að tryggja að kerfið berji ekki á fólki ef það er með lítið fyrir sig og sína. Það virðist alltaf vera hægt að hjálpa fyrirtækjum við að byggja sig upp og tryggja að þeim gangi vel, en ekki að sama skapi varðandi fólk, það virðist alltaf lenda í vítahring þegar þeir
detta í gegnum hinar fjölmörgu göt sem eru í kerfinu.
3) Hefur þú hugsað þér að berjast fyrir breytingu í samgöngumálum?
Ég tel að við verðum að minnka þörf okkar fyrir einkabílaumferð, það á eftir að vera erfitt að lifa með síbreytilegu olíuverðs og ég tel að við eigum að finna aðrar góðar leiðir til þess að greiða úr nauðsynlegri samgönguþörf okkar. Umferða mannvirki eru líka byrjuð að taka meira og meira pláss; en ræður samt ekki við umferðaþungan.
4) Hvert ber að stefna að þínu mati varðandi hvalveiðar?
Ég er hlyntur skynsamlegri nýtingu okkar á okkar auðlindum. En ég tel að hvalveiðar okkar séu að skapa meiri vesen en erfiði. Ãslendingar eru nánast hættir að borða hvalkjöt, ég hef nýlega eldað það og ég tel að það séu miklu betri valkostir í boði, það myndi helst keppa sem ódýrt kjöt og ég sé enga þörf fyrir það. Ég tel að hugsanleg útflutningslönd séu fá og það eigi að verða erfitt að selja hvalkjöt; sérstaklega útaf því að Japanir eru sjálfir að veiða. Ég tel að við eigum að skoða alvarlega hugsanlegan skaða sem þetta myndi vald ferðaþjónustunni og öðrum vörum okkar.