Ungverjaland

Ég kom til ungverjalands í gær. Það er frekar óvenjulegt hér miðað við það sem ég hef farið áður. Í dag át hraðbanki kortið mitt, ég skildi ekkert í þessu þangað til að ég hringdi í bankan heima og komst að því að ég er með tvö kort á reikninginum mínu. Þannig að þetta er með annað pin númer en hitt kortið mitt ( sem ég var ný búinn að eyðileggja útaf því að ég hélt að ég væri kominn með nýtt kort ). Svona er lífið, við getum kannski bjargað því á föstudagin. Ég gleymdi líka rafmagnsnúrunni í tölvuna, þannig að ég sit á netkaffi og skrifa þetta. Við erum að fara á morgun til Búdapest þannig að það er alveg möguleiki að finna snúru þar.

Ég ætla að reyna að senda myndir á bloggið mitt úr símanum.

Annars skemmti ég mér mjög vel hér, þetta er aðarlega fyndið.

Tónlist á netinu

Tónlist hefur þann eiginleika að vera mjög móttækileg fyrir öllum nýjungum. Strax og kassettur komu var byrjað að færa efni yfir á það útaf því að það var þægilegra en an bera plötuspilar með sér. Þegar geisladiskar komu vöru þeir strax notaðir til þess að búa til mix diska með tónlist sem þú vildir. En listamenn hafa aldrei verið undanskildir greiðslum frá þessu útaf því að hluti af kostnaði þessara miðla renna nú til þeirra.

Fyrr en núna, listamenn eru að tapa stórum upphæðum útaf því að plötufyrirtæki virða ekki internetið sem nýjan dreifimiðil sem þarf að leggja skatt á internetgjöld til þess að vega upp á móti þessum getu þessa miðils til þess að dreifa tónlist, sem hann virðist vera eins og hannaður fyrir. Í staðinn fyrir eðlilega skattlagningu á interneti og mp3 spilurum vilja þeir ráða hverjir geti notað hann, hvar þeir nota hann og hvernig. Og kallar viðskiptavini sína þjófa og sjóræningja vegna þess að þeir eru að reyna að beina flæðinu til sín.

Það er svipað og að fulltrúar landsbankans stæðu fyrir utan íslandsbanka og myndu kalla fólk sem færi þar inn þjófa og þeir væru að ræna af þeim peningum.

Ég vil nefnilega gera vel við listamönnum og öllum þeim sem hafa með tónlist að gera. Hins vegar er ég í þeirri aðstöðu að ég get ekki notað tónlist.is, ég nota Ubuntu stýrikerfið, og jafnvel þar sem ég get nálgast það er sú þjónustu að skipta sér alltof mikið af mér. Þeir eru verri en Baugur og olíufélögin samt eru samkeppnisyfirvöld ekki að skipta sér að.

Þetta þýðir hins vegar ekki að það sé einfallt að kalla mig þjóf, ég kaupi nefnilega bara safndiska til þess að ná í lög sem ég fíla og færi þau yfir á tölvuna til þess að hlusta á og þar get ég fært það yfir á iPod.

Það er til mikið betri leið.

  • Hún er að leggja gjöld á internetkostnað og mp3 spilara.
  • Leyf þjónustuveitendum eins og siminn.is vodafone.is mbl.is tonlist.is að veita ókeypis aðgang að mp3 tónlist með því skilyrði að þeir haldi lista um vinsældir og filtera út erlendar ip tölur og íslenska proxy þjóna sem leyfa erlendum aðilum að tengjast.
  • allir græða

Allt of alvarlegur

Ég verð að finna eitthvað jafnvægi í þessu. Maður verður stundum að vera leikandi; það virkar ekki að vera alltaf hugsandi, pælandi.

Ég er að fara til Ungverjalands aðeins fyrr en ég bjóst við. Þar að segja 17 til 24 okt. Ég næ samt viku; annað hefði verið ómögulegt. Það er ekki hægt að fá tilfinningu um einhvern stað sem þar sem maður hefur ekki slakað á.

Við gætum tækilega aldrei tengt okkur við neitt, með því að vera alltaf of upptekin. Ef við erum alltaf að læra þá lærum við aldrei neitt.

Ég lofa að taka einhverjar myndir og setja þær á bloggið. Ég veit að ég hef verið latur við það. Batnandi manni er best að lifa.

Að tjá sig

Spurningin er hvort ritað mál hefur áhrif á okkur.

Góðar sögur og skemmtilegir hlutir hafa augljóslega áhrif á okkur. En afhverju. Er kannski þessi nálgun að við séum mannverur og tungumál er augljóslega mjög stór hluti af því að vera mannvera.

Er þannig það sem við sköpum svo furðulegt og aðdáunarvert að það hafi áhrif á okkur, eins og vel skapaðir hlutir. Pýramídarnir hafa augljóslega þannig áhrif. Maður veltir fyrir sér hvernig menn geti búið það til. Þannig að það er kannski okkar takmarkanir sem gera það merkilegt sem maður skrifar.

Við erum augljóslega miklu fullkomnari en tungumál og hugsun; við sjáum einnig fallegri hluti en myndir geta náð. Samt er sú sköpun sem maðurinn er á bakvið heillandi; kannski útaf takmörkunum og sakleysinu.

Við finnum í okkur þrá til þess að gera hluti, varðveita tilfinningar. Tjá okkur, skila eitthvað eftir okkur. Við höfum óhemju áhuga á öðru fólki. En samt er margt í okkar umhverfi sem finnst það óeðlilegt. Afhverju ætti maður ekki að leita samsvörunar í umhverfi sínu?

Þó ættum við að átta okkur á því að eini sannleikur sem maður getur fundið er í sjálfum sér; þar er eina vissan. Grundvöllurinn á því hvernig maður skynjar.

Gallinn við að hugsa of mikið

Lífið er mótsögn þannig að hver ákvörðun er til þess fallinn að stokka upp raunveruleikanum. Strax og þú hefur valið hvað er rétt, þá bregst tilveran við með því að segja hvort þetta hafi verið rétt eður ei; ekki fyrr en þú framkvæmir verður svarið að veruleika.

Útaf því að allt er háð öllu, þá er líka hvað er rétt háð því hvað þú velur. Þess vegna er lífið skemmtilegt, útaf því að það er aldrei hægt að segja með vissu hvað gerist; aðeins hve miklar líkur hlutir eiga að verða að veruleika. Þannig að ef þú þjálfar þig í íþróttum þá eru meiri líkur að þér gangi vel.

Það sem er fyndnast er að með því að fylgjast með hlutum þá erum við að hafa áhrif á hlutinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að stjórnmál eru í vanda.

Þannig að bestu áætlanir hafa ekkert gildi nema útfrá framkvæmd.