Ég hef ekki talað mikið um kvenfrelsismál á blogginu mínu, fyrir utan að hafa bloggið bleikt í október, en ég ætla að bæta úr því. Ástæðan fyrir því er að mér finnst eins og það séu enn alltof margir sem skilji ekki þetta sjónarmið. Ég er orðin svolítið þreyttur að það sé alltaf verið að ráðast á konur sem hafa skoðanir. Eins og með klámráðstefnuna alveg eins og sérhver heilvita maður ætti ekki að vera móti henni.
Ég var nú að skrá mig í feminstafélagið. Það geri ég til þess að fylgjast betur með þessum málum.
“MMS Skilaboð”
Við lifum ekki abstract
Mér hættir stundum til að pæla of mikið í abstract hlutum og sé alveg fullkomlega tengslin við raunveruleikan. Ég geri ekki mjög mikin greinamun þar á milli. En það truflar mjög marga þegar maður tjáir sig þannig, en ég nota það mikið við að sjá kjarnan í hlutum og aðstæðum. Ég á það líka til að athuga hve vel fólk fylgist með, með því að missa útúr mér eitthvað í abstrackt formi. Ég hef líka réttlætt það að fylgjast ekki með fréttum útaf því að þær tjá sig bara um hluti sem eru að gerast en ekki bein greining. Ég fylgist hins vegar með fréttaskýringum. Ég er að byrja að átta mig á því að fólk þarf tengingar; ég hef kannski alltaf vitað það útaf því að það er miklu skemmtilegara að fylgjast með hlutum þar sem maður þekkir fólk. En það er munur á því að vita og gera. Þannig að ég mun nú vera með á blogginu mínu, raunverulegt líf, abstract af því og tengingu við raunveruleikan af abstractinu. Bara til þess að flækja málið.
Venjulegt líf
Þetta eru myndir af Tehran í Íran sem þú sérð ekki á hverjum degi
Fyndin leit
Ég var að leita að Globalization, a critical introduction á Audible.com. Ég á eftir að finna skólabók þar, en það er annað mál. Fyrsta leitarniðurstaðan var: Introduction to Feng Shui. Talandi um hnattvæðingu.
Ferðin á Akureyri
Ég fór, eins og þið vitið ef þið lesið bloggið mitt, til Akureyrar. En Garðar býr þar rétt fyrir utan á sveitabæ sem hann leigir. Þetta er mjög rúmgott hús með alltof litlum hurðakörmum í kjallaranum. Höfuðið mitt þekkir þá of vel. Garðar er með aðstöðu þarna niðri, en eins og allir sem eru að reyna að gera allt í einu, notar það ekki mikið. Þau eru með mjög sniðugt fyrirkomulag sem er að hafa sjónvarpið uppi en ekki í stofunni. Við kíktum í bæin á föstudeginum og hittum fyrrverandi hans Garðars sem býr í bænum. Hún ákvað að skemmta sér ásamt tveimur vinkonum sínum þessa helgi þarna fyrir tilviljun. Við eyddum afganginum af kvöldinu með þeim á Kaffi Akureyri. Það fyndna er að Garðar er nánast hættur að fara í bæin um helgar. Síðan tókum við því aðeins rólegra á laugardeginum, ég eldaði alvöru lasagna og Garðar hjálpaði mér. Sá líka leikin fyrr um daginn, frábær. Skoðaði kindurnar sem voru að koma. Síðan á sunnudeginum horfðum við líka á leikin, ekki jafn góður ( kannski forsmekkur ).
“MMS Skilaboð”
“MMS Skilaboð”
Ferð útá land
Ég er að fara á morgun útá land að hitta Garðar vin minn. Hann er búinn að vera í hálft ár rétt fyrir utan Akureyri og er strax kominn með hænsni og kind, go figure. Ég verð yfir helgina og mun vonandi senda einhverjar myndir.
Takmarkað beint lýðræði
Það eru margir hrifnir af beinu lýðræði sem á, á einhvern hátt að laga fulltrúalýðræði með því að veita fólki tækifæri að tjá sig um mál sem eru erfið. En gallin er oft með þau mál eru að þau eru flókin, það er fullt af hlutum sem þú verður að kynna þér ef þú átt að geta tekið afstöðu. Þetta krefjumst við af þingmönnum okkar og því ættum við að krefjast þess af okkur. En það munu ekki allir kynna sér hluti og það er ótrúlega dýrt í okkar heimi að kynna mál. Þess vegna ef beint lýðræði ætti að hafa eitthvað vægi þá þyrfti það að vera takmarkað. Td ef það eru 10 kosningar þá mættirðu bara taka þátt í 3. Þannig er hægt að einfalda hluti fyrir fólki, það er bara að taka afstöðu um hluti sem skipta þá máli og þau eru ekki að missa neinn rétt. Það er einnig ódýrara að gera þetta svona og þar að leiðandi líklegara að það gerist. Maður verður alltaf að takmarka valkosti sýna til þess að ganga vel og gera þarfa hluti.