Skólinn er byrjaður, það verður áhugavert að sjá hvernig þessi önn verður. Ég er kominn vel áfram með fyrsta draft af bók sem ég er að vinna að. Ég get sagt ykkur hugmyndina að henni var ,,Að sjá í framtíðina er að hafa gott minni.” Mér var hugað til Kúbu og ég er búinn að senda póst til Sigurlaugar sem fór með mér og skipulagði það frá hendi Vináttufélags Íslands og Kúbu. Ég var áður búinn að tala við hana að fá heimilisfang fjölskyldunar sem ég gisti hjá. Ég hafði bara ekki komið því í verk. Ég held að seinast þegar við hittumst vorum við að reyna skipuleggja mótmæli og henni fannst ekki nægilegur áhugi á því, sem var örugglega rétt útaf því að ég man ekki einu sinni hvað átti að mótmæla.
Húmorlaust Ísland fyrir 2010
Húmor byggist á drama. Þannig að í staðin fyrir að reyna að mótmæla vondum hlutum í heiminum eigum við að mótmæla húmor og losa okkur algerlega við hann.
Listinn er kominn
Reykjavík norður:
Katrín Jakobsdóttir
Árni Þór Sigurðsson
Paul Nikolov
Steinunn Þóra Árnadóttir
Kristín Tómasdóttir
Reykjavík suður:
Kolbrún Halldórsdóttir
Álfheiður Ingadóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir
Guðmundur Magnússon
Jóhann Björnsson
Suðvesturkjördæmi:
Ögmundur Jónasson
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Gestur Svavarsson
Mireya Samper
Andrea Ólafsdóttir
Nýar fréttir
Ég er búinn með prófin, þannig að ég get farið að blogga meira.
Það gengur vel hérna heima og herbergið mitt er langt komið. Það vantar aðalega hurð.
Ég náði ekki inn í eitt af fjögur efstu sætunum í kosningunum, en það er mjög flott lið og ég er sérstaklega stoltur af fjölda kvenna á honum. Núna er spennandi að sjá hvernig hann raðast.
Skemmtileg tónlistarsíða
Ég var að rekast á rokk.is þar sem er hægt að nálgast tónlist upprennandi stjarna í rokkbransanum á íslandi. Mjög skemmtileg leið til að kynna sig. Allt á mp3 formati.
Smekkleysa er víst líka með lög á mp3 en oft brot.
Núna vantar bara peninga til þess að það verði hægt að nálgast alla tegundir af tónlist með þessum hætti.
Svör við spurningum UVG
1 Nafn: Ólafur Arason
2 Fæðingardagur/ár/staður: 4 mars/ 1979/ Reykjavík
3 Rétthent/ur eða örvhent/ur? Rétthentur
4 Samgöngumáti? Jeppi
5 Kaffi eða te (þá hvernig)? Bæði, Svart, Cappuccino, Latte, Kamilute
Eftirlætis…
6 …sjónvarpsefni? The Young Ones
7 …kvikmynd? Dr. Strangelove
8 …hljómplata? Good morning Vietnam
9 …eftirmatur? Chocolate supprise
10 …bók? Breakfast of Champions eftir Kurt Vonnegot
11 …kaffihús? Cultura í Alþjóðahúsinu
12 …bjórtegund? Bavaria
13 Hversu miklu býst þú við að eyða í kosningabaráttuna? 5000kr
14 Steingrímur eða Che? Steingrímur
15 Pílukast eða körling? Körling
16 Kýr eða belja? Belja
17 Vefrúnturinn byrjar á…? gmail.com
18 Síðasta ferðalag innanlands? Borgarnes
19 ..en erlendis? Ungverjaland
20 Fyrsta frumvarpið sem þú myndir leggja fyrir Alþingi? Notkun frjáls hugbúnaðar
21 Hvaða ráðuneyti viltu fá?(Þ.e. í hvaða ráðuneyti viltu verða ráðherra… mátt búa til nýtt ráðuneyti) Iðnaðar og viðskiptaráðuneytið
22 Er þér vel við snjóinn? Já, en ekki kulda.
23 Spurning til næsta viðmælenda? Ertu skyggn?
“MMS Skilaboð”
Svör við spurningum
Hérna eru nokkur svör við spurningum sem mér hefur borist:
Kæri frambjóðandi.
Munt þú koma til með að beita þér fyrir því að hjólreiðabrautir komist í vegalög, svo hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur í þéttbýli?
Ég tel að hjóreiðar séu mjög sniðugur kostur í samgögnum og ég tel einnig að hjólreiðar eigi ekki við um bíla þannig að ég er mjög hlyntur því að efla hjólreiðastíga, auk annara aðferða sem minnka bílanotkun íslendinga.
1) Hvaða stefnu vilt þú taka í ES/EES málum? Á Ísland að sækja um aðild?
Ég tel að Evrópusambandið sé of gallað varðandi meðhöndlun mála og það virðist vera mun erfiðara að komast að því hvar mál eru uppruninn og hverjir eru á bak við þau. Það er engin almennileg vörn gegn lögum sem koma frá ES, þannig að það er búið að grafa undan lýðræði landsins með því. Það eru einnig allt of miklir fordómar ES varðandi vörur frá öðrum löndum sem við ættum ekki að styðja. Það er hugsanlegt í framtíðinni ef ES skánar varðandi sína marga vankanta að það sé sniðugt að endurskoða inngöngu.
2) Viltu beita þér fyrir breytingum á skattakerfinu? Hvaða breytingum þá?
Ég tel að það þurfi meira gegnsæi í kerfið, hvert peningarnir. Það þarf einnig að tryggja að kerfið berji ekki á fólki ef það er með lítið fyrir sig og sína. Það virðist alltaf vera hægt að hjálpa fyrirtækjum við að byggja sig upp og tryggja að þeim gangi vel, en ekki að sama skapi varðandi fólk, það virðist alltaf lenda í vítahring þegar þeir
detta í gegnum hinar fjölmörgu göt sem eru í kerfinu.
3) Hefur þú hugsað þér að berjast fyrir breytingu í samgöngumálum?
Ég tel að við verðum að minnka þörf okkar fyrir einkabílaumferð, það á eftir að vera erfitt að lifa með síbreytilegu olíuverðs og ég tel að við eigum að finna aðrar góðar leiðir til þess að greiða úr nauðsynlegri samgönguþörf okkar. Umferða mannvirki eru líka byrjuð að taka meira og meira pláss; en ræður samt ekki við umferðaþungan.
4) Hvert ber að stefna að þínu mati varðandi hvalveiðar?
Ég er hlyntur skynsamlegri nýtingu okkar á okkar auðlindum. En ég tel að hvalveiðar okkar séu að skapa meiri vesen en erfiði. Ãslendingar eru nánast hættir að borða hvalkjöt, ég hef nýlega eldað það og ég tel að það séu miklu betri valkostir í boði, það myndi helst keppa sem ódýrt kjöt og ég sé enga þörf fyrir það. Ég tel að hugsanleg útflutningslönd séu fá og það eigi að verða erfitt að selja hvalkjöt; sérstaklega útaf því að Japanir eru sjálfir að veiða. Ég tel að við eigum að skoða alvarlega hugsanlegan skaða sem þetta myndi vald ferðaþjónustunni og öðrum vörum okkar.
Notkun frjáls hugbúnaðs
Íslenski hugbúnaðariðnaðurinn hefur lengi þjáðst af því að vera allir að búa til samskonar hugbúnaðar. Eins og sannir íslendingar erum við líka duglegir við það. En þrátt fyrir það hefur almenn hugbúnaðargerð ekki fært sig yfir í lausnir sem almenningur og hið opinbera hefur notað á PC tölvurnar sínar; þær hafa oftast verið bundnar við vefþjóna og sérhæfðan hugbúnað.
Jafnvel velheppnaðar lausnir eins og FRISK (lyklapétur) hafa ekki unnið baráttuna við Norton og aðrar erlendra lausnir.
En mjög skemmtilegir hlutir eru að gerast við hugbúnaðargerð, hún er að opnast. Hvaða fyrirtæki getur bætt og breytt hugbúnaðinum og allir fá allar breytingar auk upprunalega hugbúnaðarins ókeypis. Með þessu er jafn grundvöllur við að selja þjónustu og viðbætur við hugbúnaðinn.
Með einu pennastriki er hægt að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. En það þarfnast þess að ríkið sem stór innkaupandi á hugbúnaði og lausnum breyti innkaupamynstri sínu.
Sá hugbúnaður sem er frjáls nú þegar er fyllilega samkeppnishæfur við þær lausnir sem eru fyrir á markaðinum. En það þarf aðeins að færa kerfin yfir og þar getur leynst kostnaður, en í lengri tíma er hægt að eyða meiri peningum í að bæta hluti og íslenska hugbúnað.
Við sem neytendur erum nefnilega háð valkostum ríkisins útaf því að ríkið sér um kennslu í skólum og er stærsti vinnuveitandi Ãslands. Þannig að ríkið velur eitthvað er sjálfkrafa krafa að við kaupum sömu lausnir. Með því velja hugbúnað sem við þurfum ekki að greiða fyrir er enginn óþarfa skattlagning fólgin í vali ríkisins og við græðum á peningum sem er varið í þau mál.
Innflytjendamál
Innflytjendamál eru mikið í umræðunni. En nú er gamli hugsunargangurinn að við hjálpum okkur á einhvern hátt með því að takmarka innflytjendur og gera það sem erfiðast fyrir þá að komast hingað. Ég er algerlega á hinni línunni. Ég tel að við verðum að bjóða framtíðaríbúa landsins velkomna og hjálpa þeim að aðlagast. Við höfum haft mörg skeið innflytjenda hér til lands og forfeður okkar tóku landið frá pöpum. Ég er hlyntur þeirri stefnu að tortryggja fólk ekki nema að það hafi gert eitthvað af sér, útaf því að með því að búa til fjandsamlegt umhverfi sem fólk kynnist við að vinna hér þá erum við að ýta undir ofbeldi og aðra hluti sem eru bein afleiðing vondrar meðferðar.
Ég tel að við eigum að hafa umboðsmann útlendinga til þess að hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið okkar og gefa því góða mynd af Íslandi.
Hvort viljum við ásýnd sem fólk sem lætur aðeins samlita landa sína varða eða fólk sem vill hjálpa fólki að verða íslendingar; þá höfum við kannski fleira fólk til að grobba okkur af.