Fréttatilkynningin

Hérna er fréttatilkynningin eins og hún birtist í fjölmiðlum:

Fersk sýn til framtíðar

Ólafur Arason gefur kost á sér í 3.-4. sætið í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs 2. desember næstkomandi. Ólafur er 27 ára gamall stjórnmálafræðinemi. Hann hefur lengi tekið þátt í stjórnmálaumræðu hér á landi þrátt fyrir ungan aldur. Er meðal stofnenda Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar. Hann hefur um árabil verið virkur í umræðu um þróun hugbúnaðargerðar í heiminum og hefur tekið nokkra áfanga í tölvunarfræði við Háskóla Íslands auk þess að vera með alþjóðlega gráðu í Linux stýrikerfinu.

Auk þess að bjóða sig fram sem öflugan málsvara stefnumála Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs vill Ólafur beita sér fyrir því að VG taki forystu í umræðunni um þróun tækniumhverfis okkar. Þar, ekki síður en í öðrum málaflokkum, er þörf á ferskri framtíðarsýn. Of oft er umræðu um tölvu- og tæknisamfélag vísað til sérfræðinga á þeim forsendum að aðrir hafi ekki vit á henni. Á meðan er milljörðum eytt í hugbúnað á vegum einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila. Ólafur vill virkja samfélagið til hugmyndaumræðu um þjóðfélag framtíðarinnar.

Meðal þess sem hann setur á oddinn er:

Að stuðla að jöfnuði í umhverfi og stuðningi við allar greinar samfélagsins. Nú er staðan sú að einungis fáar atvinnu- og samfélagsgreinar njóta stuðnings í formi styrkja og annars opinbers stuðnings.

Að mörkuð verði stefna sem nýtir frjálsan hugbúnað í þágu opinberra aðila. Með aukinni notkun slíks hugbúnaðar má spara verulega í opinberum rekstri og efla hugbúnaðargerð hérlendis samhliða.

Að fundin verði leið til að listamenn og eigendur hugverka, listar og hugbúnaðar, geti miðlað efni sínu frítt á internetinu án þess að verða fyrir kjaraskerðingu. Frjáls dreifing efnis á netinu er krafa framtíðarinnar og Ólafur vill að sátt verði um samfélagslega lausn á borð við þá sem var fundin var vegna ljósritunar á hugverkum.

Ólafur býður upp á ferska sýn á samfélag framtíðarinnar.

Heimsækið www.olafura.com

Stuðningsmenn

Tónlist á netinu

Það eru fleiri byrjaðir að fatta að það er hægt að hafa betra módel en tónlist.is og iTunes. Hérna er viðtal við mann sem hefur verið umboðsmaður hljómsveita eins og Pink Floyd, The Clash og T. Rex

http://www.theregister.co.uk/2006/11/03/peter_jenner/

Hann talar um hvernig lönd eigi að semja við rétthafa til þess að geta lagt gjald við að ná í tónlist á netinu í staðin fyrir að borga jafn mikið og við gerum í dag fyrir geisladiska og fáum skrár sem eyðast eftir ákveðin tíma og virka ekki allstaðar.

Heiðarleiki í verkum

Ég tel að besti kostur manna sé hæfni og gott orðspor; ég tel að það sé það sem fyrirtæki og einstaklingar eigi að sækjast eftir. Ég segi þetta útaf því að fólk er í auknu mæli að nota flóknari og flóknari varnaraðferðir til þess að vermda sig.

Ég ætla að nefna nokkur dæmi um þetta: Hlerarnir á pólitískum andstæðingum sínum, ógnin varðandi hryðjuverk, notkun einkaleyfa og höfundarréttar til að bjarga fyrirtækjum, sía á fjölda innflytjenda í landið, bygging álvera til að bjarga efnahagnum.
Þessi mál hafa sameiginlegan grunn, hræðslu. Ef þú byggir hús þitt á sandi verðurðu alltaf að passa það. Þannig að við eigum ekki að treysta neinum manni eða fyrirtæki sem er að ganga á okkar rétt og rétt annara vegna hræðslu. Það er miklu betra að fylgja þeim sem gera hluti, framkvæma hluti í gengum hæfni og með heilleika.

Það þýðir hins vegar ekki að við eigum að hunsa allar ógnir, heldur bregðast við þeim á skynsaman hátt. Hvað hefur maður að óttast ef maður hefur lifað góðu lífi.

Kominn heim

Ég kom heim á þriðjudaginn og er nú búinn að koma öllum myndunum sem ég tók á síman á bloggið. Ég nennti ekki að vesenast í því að komast að því hvernig mms virkar úti.

Ég mun koma með lýsingu á ferðinni bráðum, ég er svolítið heiladauður núna.