Svör við spurningum

Hérna eru nokkur svör við spurningum sem mér hefur borist:

Kæri frambjóðandi.
Munt þú koma til með að beita þér fyrir því að hjólreiðabrautir komist í vegalög, svo hjólreiðar verði raunhæfur samgöngukostur í þéttbýli?
Ég tel að hjóreiðar séu mjög sniðugur kostur í samgögnum og ég tel einnig að hjólreiðar eigi ekki við um bíla þannig að ég er mjög hlyntur því að efla hjólreiðastíga, auk annara aðferða sem minnka bílanotkun íslendinga.

1) Hvaða stefnu vilt þú taka í ES/EES málum? Á Ísland að sækja um aðild?

Ég tel að Evrópusambandið sé of gallað varðandi meðhöndlun mála og það virðist vera mun erfiðara að komast að því hvar mál eru uppruninn og hverjir eru á bak við þau. Það er engin almennileg vörn gegn lögum sem koma frá ES, þannig að það er búið að grafa undan lýðræði landsins með því. Það eru einnig allt of miklir fordómar ES varðandi vörur frá öðrum löndum sem við ættum ekki að styðja. Það er hugsanlegt í framtíðinni ef ES skánar varðandi sína marga vankanta að það sé sniðugt að endurskoða inngöngu.

2) Viltu beita þér fyrir breytingum á skattakerfinu? Hvaða breytingum þá?

Ég tel að það þurfi meira gegnsæi í kerfið, hvert peningarnir. Það þarf einnig að tryggja að kerfið berji ekki á fólki ef það er með lítið fyrir sig og sína. Það virðist alltaf vera hægt að hjálpa fyrirtækjum við að byggja sig upp og tryggja að þeim gangi vel, en ekki að sama skapi varðandi fólk, það virðist alltaf lenda í vítahring þegar þeir
detta í gegnum hinar fjölmörgu göt sem eru í kerfinu.

3) Hefur þú hugsað þér að berjast fyrir breytingu í samgöngumálum?

Ég tel að við verðum að minnka þörf okkar fyrir einkabílaumferð, það á eftir að vera erfitt að lifa með síbreytilegu olíuverðs og ég tel að við eigum að finna aðrar góðar leiðir til þess að greiða úr nauðsynlegri samgönguþörf okkar. Umferða mannvirki eru líka byrjuð að taka meira og meira pláss; en ræður samt ekki við umferðaþungan.

4) Hvert ber að stefna að þínu mati varðandi hvalveiðar?

Ég er hlyntur skynsamlegri nýtingu okkar á okkar auðlindum. En ég tel að hvalveiðar okkar séu að skapa meiri vesen en erfiði. Íslendingar eru nánast hættir að borða hvalkjöt, ég hef nýlega eldað það og ég tel að það séu miklu betri valkostir í boði, það myndi helst keppa sem ódýrt kjöt og ég sé enga þörf fyrir það. Ég tel að hugsanleg útflutningslönd séu fá og það eigi að verða erfitt að selja hvalkjöt; sérstaklega útaf því að Japanir eru sjálfir að veiða. Ég tel að við eigum að skoða alvarlega hugsanlegan skaða sem þetta myndi vald ferðaþjónustunni og öðrum vörum okkar.

Notkun frjáls hugbúnaðs

Íslenski hugbúnaðariðnaðurinn hefur lengi þjáðst af því að vera allir að búa til samskonar hugbúnaðar. Eins og sannir íslendingar erum við líka duglegir við það. En þrátt fyrir það hefur almenn hugbúnaðargerð ekki fært sig yfir í lausnir sem almenningur og hið opinbera hefur notað á PC tölvurnar sínar; þær hafa oftast verið bundnar við vefþjóna og sérhæfðan hugbúnað.

Jafnvel velheppnaðar lausnir eins og FRISK (lyklapétur) hafa ekki unnið baráttuna við Norton og aðrar erlendra lausnir.

En mjög skemmtilegir hlutir eru að gerast við hugbúnaðargerð, hún er að opnast. Hvaða fyrirtæki getur bætt og breytt hugbúnaðinum og allir fá allar breytingar auk upprunalega hugbúnaðarins ókeypis. Með þessu er jafn grundvöllur við að selja þjónustu og viðbætur við hugbúnaðinn.

Með einu pennastriki er hægt að bæta samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja. En það þarfnast þess að ríkið sem stór innkaupandi á hugbúnaði og lausnum breyti innkaupamynstri sínu.

Sá hugbúnaður sem er frjáls nú þegar er fyllilega samkeppnishæfur við þær lausnir sem eru fyrir á markaðinum. En það þarf aðeins að færa kerfin yfir og þar getur leynst kostnaður, en í lengri tíma er hægt að eyða meiri peningum í að bæta hluti og íslenska hugbúnað.

Við sem neytendur erum nefnilega háð valkostum ríkisins útaf því að ríkið sér um kennslu í skólum og er stærsti vinnuveitandi Íslands. Þannig að ríkið velur eitthvað er sjálfkrafa krafa að við kaupum sömu lausnir. Með því velja hugbúnað sem við þurfum ekki að greiða fyrir er enginn óþarfa skattlagning fólgin í vali ríkisins og við græðum á peningum sem er varið í þau mál.

Innflytjendamál

Innflytjendamál eru mikið í umræðunni. En nú er gamli hugsunargangurinn að við hjálpum okkur á einhvern hátt með því að takmarka innflytjendur og gera það sem erfiðast fyrir þá að komast hingað. Ég er algerlega á hinni línunni. Ég tel að við verðum að bjóða framtíðaríbúa landsins velkomna og hjálpa þeim að aðlagast. Við höfum haft mörg skeið innflytjenda hér til lands og forfeður okkar tóku landið frá pöpum. Ég er hlyntur þeirri stefnu að tortryggja fólk ekki nema að það hafi gert eitthvað af sér, útaf því að með því að búa til fjandsamlegt umhverfi sem fólk kynnist við að vinna hér þá erum við að ýta undir ofbeldi og aðra hluti sem eru bein afleiðing vondrar meðferðar.

Ég tel að við eigum að hafa umboðsmann útlendinga til þess að hjálpa fólki að rata í gegnum kerfið okkar og gefa því góða mynd af Íslandi.

Hvort viljum við ásýnd sem fólk sem lætur aðeins samlita landa sína varða eða fólk sem vill hjálpa fólki að verða íslendingar; þá höfum við kannski fleira fólk til að grobba okkur af.

Fréttatilkynningin

Hérna er fréttatilkynningin eins og hún birtist í fjölmiðlum:

Fersk sýn til framtíðar

Ólafur Arason gefur kost á sér í 3.-4. sætið í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs 2. desember næstkomandi. Ólafur er 27 ára gamall stjórnmálafræðinemi. Hann hefur lengi tekið þátt í stjórnmálaumræðu hér á landi þrátt fyrir ungan aldur. Er meðal stofnenda Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og hefur tekið virkan þátt í starfi hreyfingarinnar. Hann hefur um árabil verið virkur í umræðu um þróun hugbúnaðargerðar í heiminum og hefur tekið nokkra áfanga í tölvunarfræði við Háskóla Íslands auk þess að vera með alþjóðlega gráðu í Linux stýrikerfinu.

Auk þess að bjóða sig fram sem öflugan málsvara stefnumála Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs vill Ólafur beita sér fyrir því að VG taki forystu í umræðunni um þróun tækniumhverfis okkar. Þar, ekki síður en í öðrum málaflokkum, er þörf á ferskri framtíðarsýn. Of oft er umræðu um tölvu- og tæknisamfélag vísað til sérfræðinga á þeim forsendum að aðrir hafi ekki vit á henni. Á meðan er milljörðum eytt í hugbúnað á vegum einstaklinga, fyrirtækja og opinberra aðila. Ólafur vill virkja samfélagið til hugmyndaumræðu um þjóðfélag framtíðarinnar.

Meðal þess sem hann setur á oddinn er:

Að stuðla að jöfnuði í umhverfi og stuðningi við allar greinar samfélagsins. Nú er staðan sú að einungis fáar atvinnu- og samfélagsgreinar njóta stuðnings í formi styrkja og annars opinbers stuðnings.

Að mörkuð verði stefna sem nýtir frjálsan hugbúnað í þágu opinberra aðila. Með aukinni notkun slíks hugbúnaðar má spara verulega í opinberum rekstri og efla hugbúnaðargerð hérlendis samhliða.

Að fundin verði leið til að listamenn og eigendur hugverka, listar og hugbúnaðar, geti miðlað efni sínu frítt á internetinu án þess að verða fyrir kjaraskerðingu. Frjáls dreifing efnis á netinu er krafa framtíðarinnar og Ólafur vill að sátt verði um samfélagslega lausn á borð við þá sem var fundin var vegna ljósritunar á hugverkum.

Ólafur býður upp á ferska sýn á samfélag framtíðarinnar.

Heimsækið www.olafura.com

Stuðningsmenn

Tónlist á netinu

Það eru fleiri byrjaðir að fatta að það er hægt að hafa betra módel en tónlist.is og iTunes. Hérna er viðtal við mann sem hefur verið umboðsmaður hljómsveita eins og Pink Floyd, The Clash og T. Rex

http://www.theregister.co.uk/2006/11/03/peter_jenner/

Hann talar um hvernig lönd eigi að semja við rétthafa til þess að geta lagt gjald við að ná í tónlist á netinu í staðin fyrir að borga jafn mikið og við gerum í dag fyrir geisladiska og fáum skrár sem eyðast eftir ákveðin tíma og virka ekki allstaðar.