Allt of alvarlegur

Ég verð að finna eitthvað jafnvægi í þessu. Maður verður stundum að vera leikandi; það virkar ekki að vera alltaf hugsandi, pælandi.

Ég er að fara til Ungverjalands aðeins fyrr en ég bjóst við. Þar að segja 17 til 24 okt. Ég næ samt viku; annað hefði verið ómögulegt. Það er ekki hægt að fá tilfinningu um einhvern stað sem þar sem maður hefur ekki slakað á.

Við gætum tækilega aldrei tengt okkur við neitt, með því að vera alltaf of upptekin. Ef við erum alltaf að læra þá lærum við aldrei neitt.

Ég lofa að taka einhverjar myndir og setja þær á bloggið. Ég veit að ég hef verið latur við það. Batnandi manni er best að lifa.

Að tjá sig

Spurningin er hvort ritað mál hefur áhrif á okkur.

Góðar sögur og skemmtilegir hlutir hafa augljóslega áhrif á okkur. En afhverju. Er kannski þessi nálgun að við séum mannverur og tungumál er augljóslega mjög stór hluti af því að vera mannvera.

Er þannig það sem við sköpum svo furðulegt og aðdáunarvert að það hafi áhrif á okkur, eins og vel skapaðir hlutir. Pýramídarnir hafa augljóslega þannig áhrif. Maður veltir fyrir sér hvernig menn geti búið það til. Þannig að það er kannski okkar takmarkanir sem gera það merkilegt sem maður skrifar.

Við erum augljóslega miklu fullkomnari en tungumál og hugsun; við sjáum einnig fallegri hluti en myndir geta náð. Samt er sú sköpun sem maðurinn er á bakvið heillandi; kannski útaf takmörkunum og sakleysinu.

Við finnum í okkur þrá til þess að gera hluti, varðveita tilfinningar. Tjá okkur, skila eitthvað eftir okkur. Við höfum óhemju áhuga á öðru fólki. En samt er margt í okkar umhverfi sem finnst það óeðlilegt. Afhverju ætti maður ekki að leita samsvörunar í umhverfi sínu?

Þó ættum við að átta okkur á því að eini sannleikur sem maður getur fundið er í sjálfum sér; þar er eina vissan. Grundvöllurinn á því hvernig maður skynjar.

Gallinn við að hugsa of mikið

Lífið er mótsögn þannig að hver ákvörðun er til þess fallinn að stokka upp raunveruleikanum. Strax og þú hefur valið hvað er rétt, þá bregst tilveran við með því að segja hvort þetta hafi verið rétt eður ei; ekki fyrr en þú framkvæmir verður svarið að veruleika.

Útaf því að allt er háð öllu, þá er líka hvað er rétt háð því hvað þú velur. Þess vegna er lífið skemmtilegt, útaf því að það er aldrei hægt að segja með vissu hvað gerist; aðeins hve miklar líkur hlutir eiga að verða að veruleika. Þannig að ef þú þjálfar þig í íþróttum þá eru meiri líkur að þér gangi vel.

Það sem er fyndnast er að með því að fylgjast með hlutum þá erum við að hafa áhrif á hlutinn. Kannski er það ástæðan fyrir því að stjórnmál eru í vanda.

Þannig að bestu áætlanir hafa ekkert gildi nema útfrá framkvæmd.

No comprende?

Tungumál er fyndin hlutur, þó að fólk sé að tala sama tungumál á blaði er það alls ekki það sama og að gera það í raun.

Orð hafa enga merkingu, jafnvel þó að þau reyni að hafa merkingu eins og alnæmi, tölva, hársápa og svo framvegis; Þar að leiðandi eru þau miklu verri.

Orð hafa yfirfærða þekkingu, þannig að þú verður að vita eitthvað til að skilja orðið. Þau geta líka hafið merkingu sem er stærri en þekking sem hægt er nálast, eins og London, safn, tónlist; hvað er í raun og veru verið að tala um þegar maður notar þau orð.

Skólar keppast við að fræða okkur um hins ýmsu orð og setningafræði; í þeim tilgangi að nálgast hugsanir annars fólks innan sama fags og að gera okkur þáttakendur í því fagi.

Samt á maður í erfiðleikum með að skýra: afhverju vont sé vont.

Tökum dæmi:

Maður1: Treystirðu hermönnum til að bæta ástandið í miðausturlöndum?

Maður2: Ég tel að ofbeldi leiði af sér ofbeldi.

Maður1: En þá eru hryðjuverkamennirnir búnir að vinna.

Maður2: Ég tel að bandaríkin séu að græða jafn mikið og hryðjuverkamennirnir.

Maður1: En bandaríkin eru bara að tryggja rétt okkar til að lifa og rétt eigna okkar.

Maður2: En er fólk þá ekki til í Miðausturlöndum, eða réttar sagt er fólk sem deyr ekki fyrir framan myndavél ekki til. Þannig að allt er heilagra sem kemur frá vesturlöndum, okkar trú, okkar byggingar, okkar fólk, okkar menning. Þú veist hvað það er svo aftur í steinöld að ganga í svörtum kufli.

Maður1: Afhverju eigum við að réttlæta tilverurétt okkar?

Maður2: En afhverju eigum við ekki að virða tilverurétt annars fólks í heiminum?

Maður1: Er það ekki það sem við erum að gera með að færa lýðræði til heimsins?

Þetta er ekta dæmi um fólk sem er að tala tvö mismunandi tungumál. Þetta gerist svo oft að það mjög furðulegt að engin sé að reyna að bæta þetta; það er kannski útaf því að vísindamenn innan mismunandi greina tala líka mismunandi tungumál og stjórnmálamenn slá öllum við.

Það er kannski það sem gerir stjórnmál skemmtileg.

Ps Ég sit á Cultura í Alþjóðahúsinu

Hryðjuverk

Ég verð greinilega að fylgjast betur með fréttum. Hérna er þýðing á bloggi:

Bandaríkin við Pakistan: “Verið viðbúin að vera sprengd í loft upp. Verið viðbúinn að fara aftur til steinaldar.”

hryðjuverk nafnorð:

1. nota ofbeldi og hótanir til að ógna eða þvinga, sérstaklega í pólitískum tilgangi.

Uppruni

Við sjáum hvernig fólk bregst við top listi Amazon er með Noam Chomsky í fyrsta sæti og í öðru sæti er bók sem heitir the Decline of Truth … og fjallar um hvað hefur gerst síðan 11 sept.